Enski boltinn

Clarke á batavegi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Clarke þakkar fyrir að vera á lífi í dag.
Clarke þakkar fyrir að vera á lífi í dag.

Clive Clarke, varnarmaður hjá Leicester, segist vera á hröðum batavegi. Hjarta hans stoppaði tvisvar með stuttu millibili þegar Leicester mætti Nottingham Forest í bikarkeppninni í síðasta mánuði.

„Mér líður bara nokkuð vel, allavega miklu betur en fyrir tveimur vikum," sagði Clarke sem er á lánssamningi hjá Leicester frá Sunderland. „Ég vissi ekkert hvað gerðist og það var erfitt að meðtaka það þegar fólk sagði mér frá því. Ég man bara að það kom hálfleikur og svo veit ég ekki fyrr en ég er í sjúkrabíl."

Clarke segir ógnvænlegt að hugsa til þess hvað gerðist. „Maður veit að það getur alltaf komið fyrir að maður fótbrotni eða eitthvað þannig. Þetta er hinsvegar ekki eitthvað sem maður hefur hugsað út í. Ég get þakkað fyrir að vera á lífi í dag," sagði Clarke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×