Enski boltinn

Farðu frá Chelsea, Ballack

Michael Ballack á erfitt uppdráttar hjá Chelsea og landar hans vilja hann allir með tölu í burtu frá London
Michael Ballack á erfitt uppdráttar hjá Chelsea og landar hans vilja hann allir með tölu í burtu frá London NordicPhotos/GettyImages

Stefan Effenberg, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen, segir að Michael Ballack væri hollast að hypja sig frá Chelsea hið fyrsta. Hann segir félagið og leikmennina vera að snúast gegn Ballack og telur ferli hans betur borgið hjá öðru félagi.

"Ég á ekki von á því að Ballack eigi framtíð fyrir sér hjá Chelsea. Ef maður af hans kaliberi er ekki einu sinni valinn í hópinn fyrir Evrópukeppnina - segir það sína sögu um það hvernig hann er metinn hjá félaginu. Ég veit ekki hvað er að gerast þarna, en ég ímynda mér að áhrifamiklir leikmenn í hópnum séu að beita sér gegn honum. Chelsea vill ekkert með hann hafa lengur, það hefur sýnt sig, og ef ekkert breytist þarf hann að fara fram á að verða seldur í vetur," sagði Effenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×