Enski boltinn

Torres í skýjunum yfir móttökunum

NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool segir það hafa komið sér á óvart hve vel var tekið á móti honum á Anfield. Hann segist falla mjög vel inn í leik liðsins og finna fyrir frelsi inni á vellinum.

"Mér finnst ég mjög frjáls á vellinum og mér líður eins og þegar ég kom fyrst til Atletico. Ég átti ekki von á því að fá svona mikla hjálp við að falla inn í hópinn þegar ég kom," sagði Torres á heimasíðu sinni.

"Ég er ekki búinn að koma mér endanlega fyrir en hingað til hefur allt gengið eins og í sögu. Sigrarnir og mörkin mín hafa líka hjálpað mér mikið að ná fótanna á Englandi. Þegar ég spilaði með Atletico þurfti ég oft að koma djúpt niður á miðjuna til að sækja boltann áður en ég gat farið að hugsa um að sækja, en hjá Liverpool eru ákveðnir menn í þeim hlutverkum. Það er kannski ein af ástæðunum fyrir því að mér gengur vel að falla inn í leikinn á Englandi, því við beitum oft löngum sendingum og sækjum svo hratt," sagði markahrókurinn spænski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×