Fótbolti

Gillespie: Íslenska liðið hefur náð góðum úrslitum

Keith Gillespie
Keith Gillespie NordicPhotos/GettyImages

Kieth Gillespie verður klár í slaginn þegar Norður-Írar sækja okkur Íslendinga heim í undankeppni EM klukkan 18:05 í kvöld. Hann segir íslenska liðið sýnda veiði en ekki gefna, en bendir á að ekkert annað en sigur komi til greina hjá þeim grænu í kvöld.

"Við sluppum fyrir horn í toppbaráttunni um helgina þrátt fyrir tapið, því úrslit í öðrum leikjum urðu okkur hagstæð. Það er því rosalega mikilvægt fyrir okkur að fá leik svona strax á eftir til að rétta við skútuna," sagði Gillespie, en liðið tapaði dýrmætum stigum með 1-0 tapi fyrir Lettum í Riga á laugardaginn.

"Þjálfarinn gagnrýndi okkur harðlega eftir leikinn um helgina, en það var uppbyggileg gagnrýni. Íslenska liðið hefur verið að ná fínum úrslitum inn á milli í undankeppninni og þvi er ljóst að við verðum að eiga mun betri leik en gegn Lettum ef við eigum að taka stigin sem við þurfum svo nauðsynlega," sagði Gillespie í samtali við Independent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×