Handbolti

Hamburgð lagði Magdeburg

Bertrand Gille sækir hér að Karol Bielecki í leiknum í gærkvöld
Bertrand Gille sækir hér að Karol Bielecki í leiknum í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld þar sem Hamburg vann þriðja leikinn í röð með því að leggja Magdeburg á útivelli 29-24 eftir að hafa verið 10 mörkum yfir í hálfleik 19-9. Bertrand Gille var markahæstur í jöfnu liði Hamburg með 6 mörk, en Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 7 fyrir heimamenn.

Stórlið Kiel er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Hamburg og Flensburg eru einnig taplaus eftir þrjá leiki. Fyrrum félagar Snorra Steins Guðjónssonar í Minden eru stigalausir á botni deildarinnar eftir töp í fyrstu fjórum leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×