Fleiri fréttir

Huntelaar til Manchester?

Grannarnir í Manchester United og Manchester City eru á eftir Klaas-Jan Huntelaar, sóknarmanni Ajax. Bæði lið eru í leit að nýjum sóknarmanni en Huntelaar hefur verið líkt við landa sinn Ruud van Nistelrooy.

Rio kemur Bentley til varnar

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins, er alls ekki sáttur við móttökurnar sem David Bentley fékk í sigrinum á Ísrael í gær. Bentley dró sig út úr U21 landsliðshópnum í sumar og stuðningsmenn Englands létu óánægju sína í ljós í leiknum í gær.

Worthington bandbrjálaður

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, var bandbrjálaður eftir að lið hans tapaði fyrir Lettlandi í gær. Hann sagði að eftir svona frammistöðu væri réttast að skipta út öllum ellefu leikmönnunum fyrir leikinn gegn Íslandi á miðvikudag.

Stam ánægður með Sir Alex

Jaap Stam, varnarmaður Ajax, segir að Sir Alex Ferguson sé meiri maður eftir að hafa viðurkennt að það hafi verið mistök að selja hann á sínum tíma. Þetta hollenska varnarnaut var lykilmaður hjá liði Manchester United frá 1998 til 2001.

Alonso fyrstur í mark

Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig.

Giggs á nóg eftir

Andrei Kanchelskis, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ryan Giggs geti spilað í fremstu röð í nokkur ár í viðbót. Sjálfur hætti Kanchelskis knattspyrnuiðkun þegar hann var 38 ára og segir að Giggs ætti að geta það líka.

Wenger: Við getum orðið bestir

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að gríðarlegur metnaður sinn hafi ýtt sér áfram í að skrifa undir nýjan samning við félagið. Wenger segir að Arsenal eigi möguleika á að verða besta knattspyrnulið heims.

Meiðsli herja á ítalska liðið

Líkur eru á að Andrea Pirlo, miðjumaður AC Milan, muni missa af landsleik Ítalíu gegn Úkraínu á miðvikudag. Áður var ljóst að Marco Materazzi, Luca Toni og Gennaro Gattuso verða ekk með í leiknum en sá síðastnefndi tekur út leikbann.

McClaren: Nú er bara að taka Rússa

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á Ísrael í gær. Hann vill að sínir menn endurtaki leikinn á miðvikudaginn þegar rússneska landsliðið mætir í heimsókn á Wembley.

Frakkland vann Þýskaland

Í gær var leikið í milliriðli B á Evrópumótinu í körfubolta. Frakkar unnu glæsilegan sigur á Þjóðverjum 78-66, Litháen vann Ítalíu naumlega og Slóvenía bar sigurorð af Tyrklandi.

Einkunnagjöf íslenska liðsins

Fréttablaðið gaf leikmönnum íslenska landsliðsins einkunnir fyrir þeirra frammistöðu í leiknum gegn Spánverjum í gær. Hér má sjá einkunnagjöf blaðsins ásamt rökstuðningi.

Henin vann opna bandaríska

Belgíska tennisdrottningin Justine Henin vann einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu. Hún lagði Svetlönu Kuznetsovu frá Rússlandi í úrslitaleik í New York 6-1 og 6-3. Henin tapaði ekki setti í einliðaleik kvenna.

Lippi í sigtinu hjá Tottenham

Breskir fjölmiðlar halda því fram að ítalski stórþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM í Þýskalandi í fyrra, sé líklegastur til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham af Martin Jol ef leikur liðsins gegn Arsenal um næstu helgi tapast.

Spánverjar jöfnuðu í lokin

Fyrirfram hefði jafntefli gegn Spánverjum verið talin frábær úrslit fyrir íslenska landsliðið. En miðað við þróun leiksins í kvöld er svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. Leikur Íslands og Spánar á Laugardalsvelli endaði með jafntefli 1-1.

Ramos: Áttum meira skilið

Sergio Ramos, varnarmaður spænska landsliðsins, sagði í samtali við útvarp Marca að Spánn hefði átt skilið að vinna leikinn gegn Íslandi í kvöld. Spánverjar höfðu tögl og haldir í seinni hálfleiknum og náðu að jafna í 1-1 sem urðu úrslit leiksins.

Jafntefli í Portúgal

Portúgal og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í A-riðlinum en gestirnir skoruðu jöfnunarmarkið á 87. mínútu. Pólland skoraði fyrsta markið í leiknum en Maniche og Cristiano Ronaldo svöruðu og komu heimamönnum yfir 2-1.

Mikilvægur sigur Hollands á Búlgaríu

Holland vann sanngjarnan 2-0 sigur á Búlgaríu í G-riðlinum í kvöld. Það var Real Madrid parið Wesley Sneijder og Ruud van Nistelrooy sem skoraði mörk hollenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Silva á skotskónum fyrir Króatíu

Króatar eru í efsta sæti í E-riðli undankeppni EM en liðið vann Eistland 2-0 í kvöld. Eduardo da Silva, sóknarmaður hjá Arsenal, gerði gæfumuninn fyrir Króatíu í leiknum en hann skoraði bæði mörkin.

Klose skoraði bæði í sigri á Wales

Tvö mörk frá Miroslav Klose færðu Þýskalandi 2-0 sigur yfir Wales í D-riðlinum. Þessi sóknarmaður Bayern München skoraði fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mínútna leik og bætti síðan öðru við með skalla í þeim síðari.

Textalýsing: Ísland - Spánn

Ísland og Spánn gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli. Emil Hallfreðsson kom Íslandi yfir á 40. mínútu en Iniesta jafnaði á 86. mínútu. Spánverjar léku einum færri frá 20. mínútu að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Bein textalýsing var frá leiknum.

Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi

Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld.

Markalaust í Svíþjóð

Svíþjóð og Danmörk gerðu í kvöld markalaust jafntefli en liðin eru með Íslandi í riðli í undankeppni Evrópumótsins. Svíar eru á toppi riðilsins með átján stig en Danir eru hinsvegar í fjórða sæti með ellefu stig.

Noregur upp í annað sætið

Norska landsliðið komst upp í annað sætið í C-riðli undankeppni Evrópumótsins með því að leggja Moldavíu 1-0 á útivelli í kvöld. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins.

Eiður ekki í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn.

Valur áfram í Meistaradeildina

Valur vann Viking Malt frá Litháen 33-24 í kvöld. Þetta var síðari viðureign þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur vann fyrri leikinn sem fram fór í gær einnig með níu marka mun. Báðir leikirnir voru í nýju Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Áfall fyrir Norður-Íra

Lettland vann Norður-Írland 1-0 í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Norður-Íra í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ísland og Liechtenstein eru nú saman á botni riðilsins.

Öruggur sigur Englands

Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards.

Stelpurnar töpuðu í Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Noregi í B-deild Evrópukeppni landsliða. Lokatölur leiksins voru 55-38. Norska liðið var of stór biti fyrir það íslenska og hafði frumkvæðið allan leikinn.

U19 landsliðið vann Skotland

Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur.

England yfir í hálfleik

Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Skotland vann Litháen

Skotar unnu Litháen 3-1 í undankeppni Evrópumótsins. Liðin eru í B-riðli en með sigrinum komust Skotar upp að hlið Frakka í efsta sætinu. Ítalía og Frakkland mætast í kvöld.

Cole efstur á óskalista City

Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins.

Ballack í skiptum fyrir Adriano?

Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti.

Víðir vann 3. deildina

Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar.

Stjarnan komin áfram

Bikarmeistararnir í Stjörnunni eru komnir áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Þeir lögðu lið TENAX Debele frá Lettlandi með samtals þrettán marka mun úr tveimur leikjum.

Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum.

Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar

Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.

James besti markvörður Englands

Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera í vafa um að David James sé besti markvörður sem England eigi. Hann segir James vera betri markvörð en Paul Robinson sem er aðalmarkvörður landsliðsins í dag.

Alonso fremstur

Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól.

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada.

Hughes verður ekki með gegn Íslandi

Aaron Hughes, fyrirliði Norður-Írlands, verður ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn. Hughes á við ökklameiðsli að stríða og þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Norður-Íra sem mætir Lettlandi í dag.

Fólk hvatt til að mæta tímanlega

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn.

Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína

Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld.

Owen mun gera gæfumuninn

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að Michael Owen muni tryggja honum mörk til sigurs gegn Ísrael í dag. England tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins en leikið verður á Wembley.

Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið

Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið.

Sjá næstu 50 fréttir