Fótbolti

Worthington bandbrjálaður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Worthington, langt í frá sáttur á svip.
Worthington, langt í frá sáttur á svip.

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, var bandbrjálaður eftir að lið hans tapaði fyrir Lettlandi í gær. Hann sagði að eftir svona frammistöðu væri réttast að skipta út öllum ellefu leikmönnunum fyrir leikinn gegn Íslandi á miðvikudag.

„Það var andleysi í liðinu og menn voru ekki að leggja sig fram. Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. Það er ljóst að enginn á öruggt sæti fyrir næsta leik, ég vona að þarna hafi botninum verið náð," sagði Worthington, trítilóður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×