Enski boltinn

Giggs á nóg eftir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Giggs og Kanchelskis voru samherjar hjá United.
Giggs og Kanchelskis voru samherjar hjá United.

Andrei Kanchelskis, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ryan Giggs geti spilað í fremstu röð í nokkur ár í viðbót. Sjálfur hætti Kanchelskis knattspyrnuiðkun þegar hann var 38 ára og segir að Giggs ætti að geta það líka.

Giggs er 33 ára gamall. „Það kemur mér ekki á óvart að Ryan sé enn á fullri ferð. Hann er frábær atvinnumaður sem hefur farið vel með sig. Ég hætti sjálfur í fyrra. Ég vildi hætta í efstu deild í Rússlandi í stað þess að fara að leika í neðri deildum. Ég held að Ryan geri það sama, en það verður ekki strax," sagði Kanchelskis.

„Ég fylgist vel með enska boltanum og reyni að horfa á alla leiki United. Ryan hefur enn fínan hraða og er líka mjög snjall leikmaður. Hann er klárlega nægilega góður fyrir þennan styrkleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×