Körfubolti

Frakkland vann Þýskaland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frakkar unnu Þjóðverja.
Frakkar unnu Þjóðverja.

Í gær var leikið í milliriðli B á Evrópumótinu í körfubolta. Frakkar unnu glæsilegan sigur á Þjóðverjum 78-66, Litháen vann Ítalíu naumlega og Slóvenía bar sigurorð af Tyrklandi.

Tony Parker skoraði 23 stig í sigri Frakklands en eins og svo mjög oft áður var það Dirk Nowitzki sem skoraði flest stig fyrir Þýskaland, 28 að þessu sinni.

Rimantas Kaukenas skoraði 22 stig fyrir Litháen sem lagði Ítalíu og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum. Efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina.

Úrslit gærdagsins:

Frakkland - Þýskaland 78-66

Ítalía - Litháen 79-74

Slóvenía - Tyrkland 66-51

Staðan í milliriðli B:

1. Litháen - 6 stig

2. Slóvenía - 6 stig

3. Frakkland - 5 stig

4. Þýskaland - 4 stig

5. Ítalía - 3 stig

6. Tyrkland - 3 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×