Enski boltinn

Stam ánægður með Sir Alex

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stam var lykilmaður hjá United.
Stam var lykilmaður hjá United.

Jaap Stam, varnarmaður Ajax, segir að Sir Alex Ferguson sé meiri maður eftir að hafa viðurkennt að það hafi verið mistök að selja hann á sínum tíma. Þetta hollenska varnarnaut var lykilmaður hjá liði Manchester United frá 1998 til 2001.

Ferguson ákvað að selja Stam til Lazio sumarið 2001 fyrir 16,5 milljónir punda. Í síðustu viku viðurkenndi Ferguson að það hefðu verið mistök að selja Stam. Þessum ummælum fagnar sá hollenski.

„Það er gott að maður eins og Ferguson viðurkenni mistök sín. Þetta kemur mér samt ekki á óvart. Ég vissi það alltaf sjálfur að United gerði mistök með því að selgja mig. Ég veit að margir hjá félaginu og stuðningsmenn eru sama sinnis," sagði Stam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×