Fótbolti

Mikilvægur sigur Hollands á Búlgaríu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sneijder fagnar marki sínu í kvöld.
Sneijder fagnar marki sínu í kvöld.

Holland vann sanngjarnan 2-0 sigur á Búlgaríu í G-riðlinum í kvöld. Það var Real Madrid parið Wesley Sneijder og Ruud van Nistelrooy sem skoraði mörk hollenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Rétt áður en fyrra markið kom hafði Dimitar Berbatov farið illa að ráði sínu í besta færi gestana í leiknum. Rúmenía er í efsta sæti riðilsins með tuttugu stig en liðið vann 3-1 útisigur gegn Hvíta Rússlandi í dag.

Holland er í öðru sæti með sautján stig en Búlgaría kemur næst með fimmtán stig. Sigur þeirra appelsínugulu var því ansi mikilvægur.

Undankeppni EM - G riðill

Lúxemborg - Slóvenía 0-3

Hvíta Rússland - Rúmenía 1-3

Holland - Búlgaría 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×