Fótbolti

Ramos: Áttum meira skilið

Sergio Ramos segir að spænska landsliðið hefði átt skilið að fá stigin þrjú í Laugardal.
Sergio Ramos segir að spænska landsliðið hefði átt skilið að fá stigin þrjú í Laugardal.

Sergio Ramos, varnarmaður spænska landsliðsins, sagði í samtali við útvarp Marca að Spánn hefði átt skilið að vinna leikinn gegn Íslandi í kvöld. Spánverjar sóttu mun meira í seinni hálfleiknum og náðu að jafna í 1-1 sem urðu úrslit leiksins.

„Þetta var mjög erfiður leikur, sérstaklega í ljósi þess að við vorum manni færri. En við börðumst vel og að mínu mati áttum við skilið að fá meira en stig út úr þessum leik," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×