Spánverjar jöfnuðu í lokin Elvar Geir Magnússon skrifar 8. september 2007 22:00 Andres Iniesta jafnaði í lokin. Fyrirfram hefði jafntefli gegn Spánverjum verið talin frábær úrslit fyrir íslenska landsliðið. En miðað við þróun leiksins í kvöld er svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. Leikur Íslands og Spánar á Laugardalsvelli endaði með jafntefli 1-1. Það var góð stemning á leiknum þrátt fyrir mikla rigningu. Íslenska liðið var mjög líflegt í byrjun leiks. Spánverjar urðu fyrir miklu áfalli á tuttugustu mínútu þegar miðjumaðurinn Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Hann virtist hafa sparkað í Arnar Þór Viðarsson þegar boltinn var víðs fjarri en aðstoðardómarinn sá það. Spánverjar léku því einum manni færri í um sjötíu mínútur. Strax eftir rauða spjaldið munaði minnstu að Ísland tæki forystuna, Jóhannes Karl Guðjónsson komst í gætt færi en boltinn fór hárfínt framhjá. Fernando Torres átti gott skot hinumegin en Árni Gautur Arason varði vel. Á 40. mínútu tók Ísland forystu í leiknum þegar Emil Hallfreðsson náði að skora með flottum skalla eftir frábæra sókn. Jóhannes átti fyrirgjöf frá hægri og Emil kláraði færið með miklum stæl. Íslendingar með forystuna þegar liðin héldu til búningsherbergja. Íslenska liðið sýndi frábæra baráttu og varnarleikur liðsins var mjög góður. Spánverjar voru mun meira með knöttinn í seinni hálfleiknum og sókn þeirra þyngdist hægt og rólega. Þeir fengu þó mjög lítið af opnum færum og virtist vera komið ákveðin örvænting í þá. Varamaðurinn Andres Iniesta jafnaði í 1-1 fjórum mínútum fyrir leikslok. Iniesta skoraði eina markið þegar Spánn vann Ísland á heimavelli sínum fyrr á árinu og hann var aftur á ferðinni í kvöld. Hann datt einhvernveginn innfyrir vörnina, komst einn á móti Árna í markinu og skoraði. Það munaði ekki miklu að Íslendingar næðu að taka öll stigin í lokin þegar Emil átti stórhættulega aukaspyrnu í teiginn en enginn Íslendingur náði að komast í knöttinn. Úrslitin jafntefli 1-1. Íslenska liðið sýndi mikinn baráttuanda í leiknum í kvöld en voru að vonum svekktir að hafa ekki náð sigri miðað við hvernig komið var. Undankeppni EM - F riðillLettland - Norður Írland 1-0 Svíþjóð - Danmörk 0-0 Ísland - Spánn 1-1 Staðan (Leikir - Stig)1. Svíþjóð 8 - 19 2. Norður Írland 8 - 16 3. Spánn 8 - 16 4. Danmörk 7 - 11 5. Lettland 7 - 6 6. ísland 8 - 5 7. Liechtenstein 8 - 4 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Fyrirfram hefði jafntefli gegn Spánverjum verið talin frábær úrslit fyrir íslenska landsliðið. En miðað við þróun leiksins í kvöld er svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. Leikur Íslands og Spánar á Laugardalsvelli endaði með jafntefli 1-1. Það var góð stemning á leiknum þrátt fyrir mikla rigningu. Íslenska liðið var mjög líflegt í byrjun leiks. Spánverjar urðu fyrir miklu áfalli á tuttugustu mínútu þegar miðjumaðurinn Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Hann virtist hafa sparkað í Arnar Þór Viðarsson þegar boltinn var víðs fjarri en aðstoðardómarinn sá það. Spánverjar léku því einum manni færri í um sjötíu mínútur. Strax eftir rauða spjaldið munaði minnstu að Ísland tæki forystuna, Jóhannes Karl Guðjónsson komst í gætt færi en boltinn fór hárfínt framhjá. Fernando Torres átti gott skot hinumegin en Árni Gautur Arason varði vel. Á 40. mínútu tók Ísland forystu í leiknum þegar Emil Hallfreðsson náði að skora með flottum skalla eftir frábæra sókn. Jóhannes átti fyrirgjöf frá hægri og Emil kláraði færið með miklum stæl. Íslendingar með forystuna þegar liðin héldu til búningsherbergja. Íslenska liðið sýndi frábæra baráttu og varnarleikur liðsins var mjög góður. Spánverjar voru mun meira með knöttinn í seinni hálfleiknum og sókn þeirra þyngdist hægt og rólega. Þeir fengu þó mjög lítið af opnum færum og virtist vera komið ákveðin örvænting í þá. Varamaðurinn Andres Iniesta jafnaði í 1-1 fjórum mínútum fyrir leikslok. Iniesta skoraði eina markið þegar Spánn vann Ísland á heimavelli sínum fyrr á árinu og hann var aftur á ferðinni í kvöld. Hann datt einhvernveginn innfyrir vörnina, komst einn á móti Árna í markinu og skoraði. Það munaði ekki miklu að Íslendingar næðu að taka öll stigin í lokin þegar Emil átti stórhættulega aukaspyrnu í teiginn en enginn Íslendingur náði að komast í knöttinn. Úrslitin jafntefli 1-1. Íslenska liðið sýndi mikinn baráttuanda í leiknum í kvöld en voru að vonum svekktir að hafa ekki náð sigri miðað við hvernig komið var. Undankeppni EM - F riðillLettland - Norður Írland 1-0 Svíþjóð - Danmörk 0-0 Ísland - Spánn 1-1 Staðan (Leikir - Stig)1. Svíþjóð 8 - 19 2. Norður Írland 8 - 16 3. Spánn 8 - 16 4. Danmörk 7 - 11 5. Lettland 7 - 6 6. ísland 8 - 5 7. Liechtenstein 8 - 4
Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira