Fleiri fréttir Lemgo sjö mörkum yfir í hálfleik Lemgo er að spila stórvel og hefur 17-11 forystu í hálfleik í leik Gummersbach og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem nú er í gangi og er í beinni útsendingu á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk fyrir Gummersbach og Logi Geirsson 1 mark fyrir Lemgo, en athygli vekur að Róbert Gunnarsson hefur ekki komist á blað. 22.4.2007 13:44 Hitzfeld skammar leikmenn sína Ottmar Hitzfeld og Oliver Kahn, þjálfari og fyrirliði Bayern Munchen, eru allt annað en sáttir með frammistöðu leikmanna liðsins í leiknum gegn Stuttgart í gær. Leikurinn tapaðist 2-0 og eru möguleikar Bayern á titlinum orðnir stjarnfræðilegir. Þá er alls ekki víst að Bayern nái að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. 22.4.2007 13:30 Keisarinn hvetur Klinsmann til að taka við Chelsea Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði og þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, telur að Jurgen Klinsmann eigi að taka við starfi Jose Mourinho hjá Chelsea, fari svo að honum verði boðin þjálfarastaðan á Stamford Bridge í nánustu framtíð. Klinsmann hefur verið sterklega orðaður sem eftirmaður Mourinho hjá Chelsea, hvenær svo sem portúgalski stjórinn hverfur á braut. 22.4.2007 13:00 Veigar Páll: Þetta var dásamlegt Veigar Páll Gunnarsson er í skýjunum með að hafa náð að opna markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði bæði mörk Stabæk í fræknum sigri liðsins á Rosenborg í gærkvöldi. “Tilfinningin er dásamleg,” sagði Veigar við norska fjölmiðla þegar hann var spurður að því hvernig það hefði verið að tryggja liði sínu sigur á norska stórveldinu. 22.4.2007 12:11 Titilvörn Miami hófst með tapi New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. 22.4.2007 11:07 Viðar Ingólfsson er Meistarinn Viðar Ingólfsson sigraði Meistaradeild VÍS í gærkveldi með 50 stig í heildina. Í öðru sæti hafnaði Sigurður Sigurðarson með 48 stig og í því þriðja varð Sigurbjörn Bárðarson með 44 stig. Viðar hlaut farandbikar gefinn af Landsambandi Hestafélaga ásamt Hrímni hnakk gefnum af Icesaddles auk þess sem hann fékk 600 þúsund krónur í verðlaunafé frá VÍS. 22.4.2007 10:32 Allt að gerast á króknum VS eða Vélhjólaklúbbur skagafjarðar hefur undanfarna mánuði verið að byggja upp eina glæsilegustu krossbraut á landinu ef má marka heimamenn sem hjóla í brautinni reglulega. 21.4.2007 22:12 Beckham lagði upp sigurmarkið fyrir Ramos Real Madrid vann góðan sigur á Valencia á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úrslitin urðu 2-1, Real í vil, en það var varnarmaðurinn Sergio Ramos sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu eftir frábæra sendingu David Beckham úr aukaspyrnu. Með sigrinum kemst Real upp í 2. sæti deildarinnar. 21.4.2007 21:53 10 mestu klúður knattspyrnusögunnar (Myndband) Ónefnd bresk sjónvarpsstöð hefur valið 10 mestu klúður knattspyrnusögunnar og sett þau saman í fjögurra mínútna langt myndband sem hægt er að nálgast með því að smella á hlekk sem fylgir fréttinni. Í öllum tilvikum er um að ræða ótrúleg dauðafæri sem hefði verið mun erfiðara að brenna af. 21.4.2007 20:00 Ferguson: Dyrnar eru opnar fyrir Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. viðurkennir að kapphlaupið um meistaratitilinn í ensku úrvalsdeildinni sé fjarri því að vera á enda eftir jafntefli liðsins gegn Middlesbrough í kvöld. Manchester United varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand fór meiddur af velli og verður hann frá í tvær vikur hið minnsta. 21.4.2007 19:29 Veigar var hetja Stabæk gegn Rosenborg Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk þegar liðið bar sigurorð af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Mörkin skoraði Veigar á 59. og 83. mínútu en Rosenborg hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Þá unnu lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden góðan sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. 21.4.2007 19:16 21,8 milljónir manns sáu leikina Nýtt aðsóknarmet var sett í NBA-deildinni á nýafstöðnu keppnistímabili í NBA-deildinni en alls komu 21,8 milljónir manna á leiki vetrarins, eða 17,757 manns að meðaltali. Þetta er þriðja árið í röð sem nýtt aðsóknarmet er sett í deildinni, en í fyrra mættu 17,558 manns að meðaltali á hvern leik í deildinni. 21.4.2007 19:15 Lampard: Drogba er sá besti Miðjumaðurinn Frank Lampard telur að félagi sinn Didier Drogba eigi skilið að vera valinn leikmaður ársins af samtökum leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, fremur heldur en Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. Ástæðan sé einföld; Drogba hafi verið besti framherjinn í heiminum á þessu tímabili. Úrslitin í kjörinu verða tilkynnt annað kvöld. 21.4.2007 19:00 Man. Utd. tapaði stigum gegn Middlesbrough Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Middlesbrough í liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Old Trafford nú undir kvöld. Man. Utd. komst yfir strax á þriðju mínútu með marki Kieran Richardsson en Mark Viduka jafnaði metin á 46. mínútu og þar við sat. Chelsea á einn leik til góða og með sigri mun liðið verða aðeins einu stigi á eftir Man. Utd. 21.4.2007 18:19 Bayern Munchen að missa af lestinni Schalke endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í dag með því að leggja Energie Cottbus af velli í dag, 2-0 en Werder Bremen hafði komist á toppinn í gærkvöldi með 3-1 sigri á Alemannia Aachen. Þá má segja að titilvonir Bayern séu að engu orðnar eftir 2-0 tap gegn Stuttgart í dag. 21.4.2007 18:05 Riley verður áfram hjá Miami Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, segir allar líkur á því að hann stjórni Miami-liðinu allt þar til samningur hans við félagið rennur út árið 2010. Riley hefur átt við heilsuvandamál að stríða síðustu misseri og vildu margir meina að núverandi tímabil kynni að vera hans síðasta með Miami. Riley segist hins vegar vera í fullu fjöri. 21.4.2007 18:00 Curbishley: Leikurinn gegn Wigan ræður úrslitum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, var að vonum ánægður með lærisveina sína verðskuldaðan sigur þeirra á Everton í dag. Þetta var fjórði sigur West Ham í síðustu sex leikjum, og allir hafa þeir komið gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Wigan og segir Curbishley að sá leikur muni líklega ráða úrslitum um framhaldið. 21.4.2007 17:41 Wenger: Okkur líður eins og eftir tapleik Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var gríðarlega vonsvikinn með að hafa misst unnin leik niður í jafntefli í viðureigninni gegn Tottenham í dag, en hrósaði leikmönnum sínum þó fyrir að sýna mikinn karakter. Wenger sagði við fréttamenn eftir leikinn að stemningin í búningsklefanum eftir leik hafi verið eins og eftir tapleik. 21.4.2007 17:04 Celtic á eftir Eiði Smára? El Mundo Deportivo, útbreiddasta blað Katalóníu-héraðs á Spáni, segir að skoska stórveldið Celtic sé á höttunum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins og leikmanni Barcelona. Fréttin virðist þó eingöngu byggð á getgátum blaðamanns því ekkert er haft eftir forráðamönnum Celtic. Enn fremur segir að Man. Utd hafi enn áhuga á Eiði Smára. 21.4.2007 16:46 Ferguson hrósar ótrúlegri endurkomu Alan Smith Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að endurkoma Alan Smith í lið sitt hafi verið lyginni líkust og geti gert gæfumuninn í baráttu liðsins um sigur í ensku deildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeildinni. Eftir að hafa verið frá í nánast 14 mánuði samfleytt hefur Smith spilað frábærlega á síðustu vikum. 21.4.2007 16:30 Ekki öll nótt úti enn fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar í West Ham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og er nú þremur stigum frá því að komast upp úr fallsæti deildarinnar. Á sama tíma gerðu helstu keppinautarnir, Charlton og Sheffield Utd., gerðu 1-1 jafntefli. Fjölmargir leikir fóru fram í Englandi í dag og er Watford fallið í 1. deild. 21.4.2007 15:49 West Ham yfir í hálfleik Íslendingaliðið West Ham er með 1-0 forystu gegn Everton þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma eru Charlton og Sheffield Utd. að gera markalaust jafntefli og ef úrslitin yrðu á þennn veg væri West Ham aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti eftir leiki dagsins. 21.4.2007 14:52 Mourinho ánægður með Carvalho Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho er vanmetnasti leikmaður Chelsea, að mati Jose Mourinho. Portúgalski knattspyrnustjórinn segir að landi sinn hafi staðið sig frábærlega í vetur, sérstaklega í ljósi meiðsla lykilmanna í öftustu línu liðsins. 21.4.2007 14:30 Lykilmenn Grindavíkur framlengja samninga Nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson, landsliðsmenn í körfubolta, hafa skrifað undir nýja samninga við lið Grindavíkur í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Páll Axel samdi til þriggja ára en Páll Kristinsson skrifaði undir tveggja ára samning. Þá er ljóst að Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. 21.4.2007 14:10 Ívar og Brynjar byrja - Hermann og Heiðar á bekknum Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er á meðal varamanna Fulham sem fær Blackburn í heimsókn og það er Hermann Hreiðarsson sömuleiðis hjá Charlton, en liðið mætir Sheffield United í dag. 21.4.2007 13:48 Jenas jafnaði á síðustu sekúndu Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham á 95. mínútu í viðureign liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 eftir mjög sveiflukenndan leik, þar sem Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik áður en Arsenal svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari. 21.4.2007 13:41 Carragher þolir ekki að spila á móti Heskey Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hlakkar ekki til að mæta Emile Heskey í leiknum gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag, enda sá hann ein helsta martröð varnarmanna deildarinnar. Carragher lék lengi með Heskey hjá Liverpool og telur hann vera frábæran leikmann. 21.4.2007 13:30 Curbishley vill ekki að leikmenn fagni Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skipað leikmönnum sínum að fagna ekki mörkum fyrr en að liðið hafi bjargað sér frá falli. Curbishley var ekki ánægður með gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna liðsins þegar það jafnaði í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi, en Chelsea skoraði aftur á meðan leikmennirnir voru nánast enn að fagna. 21.4.2007 13:00 Gilberto vill fá Dein aftur til Arsenal Gilberto Silva, hinn brasilíski miðjumaður Arsenal, segir að leikmenn liðsins hafi fengið vægt sjokk þegar þeir heyrðu af brotthvarfi stjórnarmannsins David Dein frá félaginu í vikunni. Gilberto vill jafnframt að Arsenal geri allt til að fá Dein aftur til félagsins, svo stóran þátt hafi hann átt í velgengni liðsins síðustu ár. 21.4.2007 11:54 Boateng: Ég mun ekki meiða Ronaldo viljandi George Boateng, fyrirliði Middlesbrough, segir af og frá að leikmenn liðsins muni viljandi reyna að meiða Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, þegar liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir síðasta leik liðanna fyrir um mánuði síðan lét Boateng hafa eftir sér að Ronaldo ætti eftir að lenda illa í því í framtíðinni. 21.4.2007 11:44 Sacramento sparkar þjálfaranum Þjálfarinn Eric Musselman hefur verið rekinn frá Sacramento Kings í NBA-deildinni eftir að hafa stjórnað liðinu í aðeins eina leiktíð. Forráðamenn félagsins tilkynntu um uppsögn Musselman eftir að deildarkeppninni í NBA lauk í gær, en Sacramento vann aðeins 33 af 82 leikjum tímabilsins. 21.4.2007 11:34 Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. 21.4.2007 03:33 Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. 21.4.2007 03:13 Fjölmennt á Íslandsmóti yngri flokka í blaki Alls hafa 67 lið skráð sig til keppni í síðari hluta Íslandsmóts yngri flokka í blaki sem fram fer í Snæfellsbæ um helgina. Hreinn úrslitaleikur fer fram um Íslandsmeistaratitil í 2. flokki drengja. 20.4.2007 13:39 Leikur Abidal með Eiði hjá Barca? Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á að klófesta franska varnarmanninn Eric Abidal, leikmann Lyon. Fram kemur í spænska blaðinu Marca að viðræður við Lyon séu hafnar 20.4.2007 13:00 Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. 20.4.2007 12:30 Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. 20.4.2007 11:45 Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess. 20.4.2007 11:30 Bikarmót á Akureyri Stjórn KKA á Akureyri ætlar hugsanlega að halda bikarmót í maí. Það er gert vegna breytinga sem hafa orðið á brautinni og verða þeir að halda bikarmót til að geta verið með í umferð til Íslandsmeistara titilsins í motocross í sumar 20.4.2007 11:03 23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. 20.4.2007 10:42 Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. 19.4.2007 22:15 Sannfærandi sigur Sevilla á Deportivo Sevilla er komið með annan fótinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi 3-0 útisigur á slöku liði Deportivo í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Freddie Kanoute, Jesús Navas og Luis Fabiano skoruðu mörk gestanna. Síðari leikur liðanna fer fram 9. maí á heimavelli Sevilla og hagstæð úrslit þar skila Andalúsíuliðinu í úrslitin þar sem það mætir Barcelona eða Getafe. 19.4.2007 20:53 Eggert trúir enn Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu. 19.4.2007 20:45 Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. 19.4.2007 20:00 Góður sigur Blika á KR Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Breiðablik lagði KR 3-0, Fylkir lagði Grindavík 1-0, ÍA vann ÍBV 2-0 og Valur burstaði KA 5-0. FH-ingar eru efstir í riðli 1 með 19 stig og Valur í öðru með 15. Blikar eru efstir í riðli 2 með 21 stig en KR í öðru með 18 stig. FH og Breiðablik eru einu taplausu liðin í keppninni og hafa Blikar unnið alla sjö leiki sína til þessa. 19.4.2007 19:38 Sjá næstu 50 fréttir
Lemgo sjö mörkum yfir í hálfleik Lemgo er að spila stórvel og hefur 17-11 forystu í hálfleik í leik Gummersbach og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem nú er í gangi og er í beinni útsendingu á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk fyrir Gummersbach og Logi Geirsson 1 mark fyrir Lemgo, en athygli vekur að Róbert Gunnarsson hefur ekki komist á blað. 22.4.2007 13:44
Hitzfeld skammar leikmenn sína Ottmar Hitzfeld og Oliver Kahn, þjálfari og fyrirliði Bayern Munchen, eru allt annað en sáttir með frammistöðu leikmanna liðsins í leiknum gegn Stuttgart í gær. Leikurinn tapaðist 2-0 og eru möguleikar Bayern á titlinum orðnir stjarnfræðilegir. Þá er alls ekki víst að Bayern nái að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. 22.4.2007 13:30
Keisarinn hvetur Klinsmann til að taka við Chelsea Franz Beckenbauer, fyrrum fyrirliði og þjálfari þýska landsliðsins í fótbolta, telur að Jurgen Klinsmann eigi að taka við starfi Jose Mourinho hjá Chelsea, fari svo að honum verði boðin þjálfarastaðan á Stamford Bridge í nánustu framtíð. Klinsmann hefur verið sterklega orðaður sem eftirmaður Mourinho hjá Chelsea, hvenær svo sem portúgalski stjórinn hverfur á braut. 22.4.2007 13:00
Veigar Páll: Þetta var dásamlegt Veigar Páll Gunnarsson er í skýjunum með að hafa náð að opna markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en hann skoraði bæði mörk Stabæk í fræknum sigri liðsins á Rosenborg í gærkvöldi. “Tilfinningin er dásamleg,” sagði Veigar við norska fjölmiðla þegar hann var spurður að því hvernig það hefði verið að tryggja liði sínu sigur á norska stórveldinu. 22.4.2007 12:11
Titilvörn Miami hófst með tapi New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. 22.4.2007 11:07
Viðar Ingólfsson er Meistarinn Viðar Ingólfsson sigraði Meistaradeild VÍS í gærkveldi með 50 stig í heildina. Í öðru sæti hafnaði Sigurður Sigurðarson með 48 stig og í því þriðja varð Sigurbjörn Bárðarson með 44 stig. Viðar hlaut farandbikar gefinn af Landsambandi Hestafélaga ásamt Hrímni hnakk gefnum af Icesaddles auk þess sem hann fékk 600 þúsund krónur í verðlaunafé frá VÍS. 22.4.2007 10:32
Allt að gerast á króknum VS eða Vélhjólaklúbbur skagafjarðar hefur undanfarna mánuði verið að byggja upp eina glæsilegustu krossbraut á landinu ef má marka heimamenn sem hjóla í brautinni reglulega. 21.4.2007 22:12
Beckham lagði upp sigurmarkið fyrir Ramos Real Madrid vann góðan sigur á Valencia á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Úrslitin urðu 2-1, Real í vil, en það var varnarmaðurinn Sergio Ramos sem skoraði sigurmarkið á 73. mínútu eftir frábæra sendingu David Beckham úr aukaspyrnu. Með sigrinum kemst Real upp í 2. sæti deildarinnar. 21.4.2007 21:53
10 mestu klúður knattspyrnusögunnar (Myndband) Ónefnd bresk sjónvarpsstöð hefur valið 10 mestu klúður knattspyrnusögunnar og sett þau saman í fjögurra mínútna langt myndband sem hægt er að nálgast með því að smella á hlekk sem fylgir fréttinni. Í öllum tilvikum er um að ræða ótrúleg dauðafæri sem hefði verið mun erfiðara að brenna af. 21.4.2007 20:00
Ferguson: Dyrnar eru opnar fyrir Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. viðurkennir að kapphlaupið um meistaratitilinn í ensku úrvalsdeildinni sé fjarri því að vera á enda eftir jafntefli liðsins gegn Middlesbrough í kvöld. Manchester United varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand fór meiddur af velli og verður hann frá í tvær vikur hið minnsta. 21.4.2007 19:29
Veigar var hetja Stabæk gegn Rosenborg Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk þegar liðið bar sigurorð af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú í kvöld. Mörkin skoraði Veigar á 59. og 83. mínútu en Rosenborg hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Þá unnu lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden góðan sigur á Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. 21.4.2007 19:16
21,8 milljónir manns sáu leikina Nýtt aðsóknarmet var sett í NBA-deildinni á nýafstöðnu keppnistímabili í NBA-deildinni en alls komu 21,8 milljónir manna á leiki vetrarins, eða 17,757 manns að meðaltali. Þetta er þriðja árið í röð sem nýtt aðsóknarmet er sett í deildinni, en í fyrra mættu 17,558 manns að meðaltali á hvern leik í deildinni. 21.4.2007 19:15
Lampard: Drogba er sá besti Miðjumaðurinn Frank Lampard telur að félagi sinn Didier Drogba eigi skilið að vera valinn leikmaður ársins af samtökum leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, fremur heldur en Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd. Ástæðan sé einföld; Drogba hafi verið besti framherjinn í heiminum á þessu tímabili. Úrslitin í kjörinu verða tilkynnt annað kvöld. 21.4.2007 19:00
Man. Utd. tapaði stigum gegn Middlesbrough Manchester United náði aðeins jafntefli gegn Middlesbrough í liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Old Trafford nú undir kvöld. Man. Utd. komst yfir strax á þriðju mínútu með marki Kieran Richardsson en Mark Viduka jafnaði metin á 46. mínútu og þar við sat. Chelsea á einn leik til góða og með sigri mun liðið verða aðeins einu stigi á eftir Man. Utd. 21.4.2007 18:19
Bayern Munchen að missa af lestinni Schalke endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í dag með því að leggja Energie Cottbus af velli í dag, 2-0 en Werder Bremen hafði komist á toppinn í gærkvöldi með 3-1 sigri á Alemannia Aachen. Þá má segja að titilvonir Bayern séu að engu orðnar eftir 2-0 tap gegn Stuttgart í dag. 21.4.2007 18:05
Riley verður áfram hjá Miami Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, segir allar líkur á því að hann stjórni Miami-liðinu allt þar til samningur hans við félagið rennur út árið 2010. Riley hefur átt við heilsuvandamál að stríða síðustu misseri og vildu margir meina að núverandi tímabil kynni að vera hans síðasta með Miami. Riley segist hins vegar vera í fullu fjöri. 21.4.2007 18:00
Curbishley: Leikurinn gegn Wigan ræður úrslitum Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, var að vonum ánægður með lærisveina sína verðskuldaðan sigur þeirra á Everton í dag. Þetta var fjórði sigur West Ham í síðustu sex leikjum, og allir hafa þeir komið gegn liðum í efri hluta deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Wigan og segir Curbishley að sá leikur muni líklega ráða úrslitum um framhaldið. 21.4.2007 17:41
Wenger: Okkur líður eins og eftir tapleik Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var gríðarlega vonsvikinn með að hafa misst unnin leik niður í jafntefli í viðureigninni gegn Tottenham í dag, en hrósaði leikmönnum sínum þó fyrir að sýna mikinn karakter. Wenger sagði við fréttamenn eftir leikinn að stemningin í búningsklefanum eftir leik hafi verið eins og eftir tapleik. 21.4.2007 17:04
Celtic á eftir Eiði Smára? El Mundo Deportivo, útbreiddasta blað Katalóníu-héraðs á Spáni, segir að skoska stórveldið Celtic sé á höttunum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins og leikmanni Barcelona. Fréttin virðist þó eingöngu byggð á getgátum blaðamanns því ekkert er haft eftir forráðamönnum Celtic. Enn fremur segir að Man. Utd hafi enn áhuga á Eiði Smára. 21.4.2007 16:46
Ferguson hrósar ótrúlegri endurkomu Alan Smith Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að endurkoma Alan Smith í lið sitt hafi verið lyginni líkust og geti gert gæfumuninn í baráttu liðsins um sigur í ensku deildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeildinni. Eftir að hafa verið frá í nánast 14 mánuði samfleytt hefur Smith spilað frábærlega á síðustu vikum. 21.4.2007 16:30
Ekki öll nótt úti enn fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar í West Ham unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og er nú þremur stigum frá því að komast upp úr fallsæti deildarinnar. Á sama tíma gerðu helstu keppinautarnir, Charlton og Sheffield Utd., gerðu 1-1 jafntefli. Fjölmargir leikir fóru fram í Englandi í dag og er Watford fallið í 1. deild. 21.4.2007 15:49
West Ham yfir í hálfleik Íslendingaliðið West Ham er með 1-0 forystu gegn Everton þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma eru Charlton og Sheffield Utd. að gera markalaust jafntefli og ef úrslitin yrðu á þennn veg væri West Ham aðeins tveimur stigum frá því að komast úr fallsæti eftir leiki dagsins. 21.4.2007 14:52
Mourinho ánægður með Carvalho Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho er vanmetnasti leikmaður Chelsea, að mati Jose Mourinho. Portúgalski knattspyrnustjórinn segir að landi sinn hafi staðið sig frábærlega í vetur, sérstaklega í ljósi meiðsla lykilmanna í öftustu línu liðsins. 21.4.2007 14:30
Lykilmenn Grindavíkur framlengja samninga Nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson, landsliðsmenn í körfubolta, hafa skrifað undir nýja samninga við lið Grindavíkur í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Páll Axel samdi til þriggja ára en Páll Kristinsson skrifaði undir tveggja ára samning. Þá er ljóst að Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. 21.4.2007 14:10
Ívar og Brynjar byrja - Hermann og Heiðar á bekknum Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir Bolton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er á meðal varamanna Fulham sem fær Blackburn í heimsókn og það er Hermann Hreiðarsson sömuleiðis hjá Charlton, en liðið mætir Sheffield United í dag. 21.4.2007 13:48
Jenas jafnaði á síðustu sekúndu Jermaine Jenas jafnaði metin fyrir Tottenham á 95. mínútu í viðureign liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-2 eftir mjög sveiflukenndan leik, þar sem Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik áður en Arsenal svaraði með tveimur mörkum í þeim síðari. 21.4.2007 13:41
Carragher þolir ekki að spila á móti Heskey Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hlakkar ekki til að mæta Emile Heskey í leiknum gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag, enda sá hann ein helsta martröð varnarmanna deildarinnar. Carragher lék lengi með Heskey hjá Liverpool og telur hann vera frábæran leikmann. 21.4.2007 13:30
Curbishley vill ekki að leikmenn fagni Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, hefur skipað leikmönnum sínum að fagna ekki mörkum fyrr en að liðið hafi bjargað sér frá falli. Curbishley var ekki ánægður með gríðarleg fagnaðarlæti leikmanna liðsins þegar það jafnaði í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi, en Chelsea skoraði aftur á meðan leikmennirnir voru nánast enn að fagna. 21.4.2007 13:00
Gilberto vill fá Dein aftur til Arsenal Gilberto Silva, hinn brasilíski miðjumaður Arsenal, segir að leikmenn liðsins hafi fengið vægt sjokk þegar þeir heyrðu af brotthvarfi stjórnarmannsins David Dein frá félaginu í vikunni. Gilberto vill jafnframt að Arsenal geri allt til að fá Dein aftur til félagsins, svo stóran þátt hafi hann átt í velgengni liðsins síðustu ár. 21.4.2007 11:54
Boateng: Ég mun ekki meiða Ronaldo viljandi George Boateng, fyrirliði Middlesbrough, segir af og frá að leikmenn liðsins muni viljandi reyna að meiða Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, þegar liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir síðasta leik liðanna fyrir um mánuði síðan lét Boateng hafa eftir sér að Ronaldo ætti eftir að lenda illa í því í framtíðinni. 21.4.2007 11:44
Sacramento sparkar þjálfaranum Þjálfarinn Eric Musselman hefur verið rekinn frá Sacramento Kings í NBA-deildinni eftir að hafa stjórnað liðinu í aðeins eina leiktíð. Forráðamenn félagsins tilkynntu um uppsögn Musselman eftir að deildarkeppninni í NBA lauk í gær, en Sacramento vann aðeins 33 af 82 leikjum tímabilsins. 21.4.2007 11:34
Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. 21.4.2007 03:33
Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. 21.4.2007 03:13
Fjölmennt á Íslandsmóti yngri flokka í blaki Alls hafa 67 lið skráð sig til keppni í síðari hluta Íslandsmóts yngri flokka í blaki sem fram fer í Snæfellsbæ um helgina. Hreinn úrslitaleikur fer fram um Íslandsmeistaratitil í 2. flokki drengja. 20.4.2007 13:39
Leikur Abidal með Eiði hjá Barca? Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á að klófesta franska varnarmanninn Eric Abidal, leikmann Lyon. Fram kemur í spænska blaðinu Marca að viðræður við Lyon séu hafnar 20.4.2007 13:00
Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. 20.4.2007 12:30
Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. 20.4.2007 11:45
Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess. 20.4.2007 11:30
Bikarmót á Akureyri Stjórn KKA á Akureyri ætlar hugsanlega að halda bikarmót í maí. Það er gert vegna breytinga sem hafa orðið á brautinni og verða þeir að halda bikarmót til að geta verið með í umferð til Íslandsmeistara titilsins í motocross í sumar 20.4.2007 11:03
23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. 20.4.2007 10:42
Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. 19.4.2007 22:15
Sannfærandi sigur Sevilla á Deportivo Sevilla er komið með annan fótinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi 3-0 útisigur á slöku liði Deportivo í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Freddie Kanoute, Jesús Navas og Luis Fabiano skoruðu mörk gestanna. Síðari leikur liðanna fer fram 9. maí á heimavelli Sevilla og hagstæð úrslit þar skila Andalúsíuliðinu í úrslitin þar sem það mætir Barcelona eða Getafe. 19.4.2007 20:53
Eggert trúir enn Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu. 19.4.2007 20:45
Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. 19.4.2007 20:00
Góður sigur Blika á KR Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Breiðablik lagði KR 3-0, Fylkir lagði Grindavík 1-0, ÍA vann ÍBV 2-0 og Valur burstaði KA 5-0. FH-ingar eru efstir í riðli 1 með 19 stig og Valur í öðru með 15. Blikar eru efstir í riðli 2 með 21 stig en KR í öðru með 18 stig. FH og Breiðablik eru einu taplausu liðin í keppninni og hafa Blikar unnið alla sjö leiki sína til þessa. 19.4.2007 19:38