Sport

Fjölmennt á Íslandsmóti yngri flokka í blaki

Alls hafa 67 lið skráð sig til keppni í síðari hluta Íslandsmóts yngri flokka í blaki sem fram fer í Snæfellsbæ um helgina. Hreinn úrslitaleikur fer fram um Íslandsmeistaratitil í öðrum flokki drengja.

Mótið hefst klukkan átta á morgun og stendur fram á miðjan dag á sunnudag. Keppt verður í 3., 4. og 5. flokki á mótinu. Einn leikur fer fram í 2. flokki drengja en þá berjast lið HK og KA um Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×