Handbolti

Lemgo sjö mörkum yfir í hálfleik

Lemgo er að spila stórvel og hefur 17-11 forystu í hálfleik í leik Gummersbach og Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sem nú er í gangi og er í beinni útsendingu á Sýn. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk fyrir Gummersbach og Logi Geirsson 1 mark fyrir Lemgo, en athygli vekur að Róbert Gunnarsson hefur ekki komist á blað.

Leikurinn fer fram fyrir framan tæplega 20 þúsund manns í Köln Arena en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta. Vörn Lemgo hefur verið frábær hafa þeir verið með Róbert í gjörgæslu á línunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×