Fleiri fréttir Benitez bað stuðningsmenn afsökunar Rafa Benitez bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar á frammistöðu liðsins gegn Arsenal í deildarbikarnum eftir 6-3 tapið á Anfield. Þetta var annað stóra tapið í röð hjá Liverpool gegn Arsenal á heimavelli á nokkrum dögum. 10.1.2007 01:56 Arsenal valtaði yfir Liverpool í sögulegum leik Arsenal burstaði Liverpool 6-3 á Anfield í ótrúlegum knattspyrnuleik sem fer í sögubækurnar. Arsenal sló Liverpool út úr enska bikarnum um helgina og sló heimamenn út úr deildarbikarnum í kvöld. Julio Baptista skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal og misnotaði þar að auki vítaspyrnu. 9.1.2007 21:44 HK náði jafntefli við Val Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld. HK náði 29-29 jafntefli við topplið Vals á útivelli, Stjarnan skellti Gróttu 26-10 á útivelli og þá vann Fram sömuleiðis útisigur á botnliði Akureyrar. Valur er á toppnum með 18 stig eftir 11 leiki, Stjarnan hefur 16 stig eftir 10 leiki, Grótta hefur 16 stig eftir 12 leiki og Haukar hafa 14 stig eftir 11 leiki. 9.1.2007 21:24 Keflavík og ÍR í undanúrslit Keflavík og ÍR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu lið FSU 117-77 og ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím 82-88 í Seljaskóla. Það eru því Keflavík, Grindavík, Hamar/Selfoss og ÍR sem eru komin í undanúrslitin í bikarnum. 9.1.2007 21:09 Arsenal fer á kostum á Anfield Arsenal er svo sannarlega að gera Liverpool lífið leitt þessa dagana en liðið hefur 4-1 forystu á Anfield í hálfleik í leik liðanna í enska deildarbikarnum. Julio Baptista hefur skorað tvö marka Arsenal, Jeremie Aliadiere eitt og Alexandre Song eitt. Robbie Fowler skoraði mark Liverpool í þessum ótrúlega leik sem sýndur er beint á Sýn. 9.1.2007 21:00 Ronny Johnsen íhugar að hætta Norski varnarjaxlinn Ronny Johnsen er að íhuga að leggja skóna á hilluna ef marka má fréttir frá Svíþjóð í kvöld. Johnsen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Valerenga í Noregi, en fór ekki með liðinu í æfingabúðir á Kanaríeyjum sem standa nú yfir. Johnsen er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árum áður. 9.1.2007 20:57 James Stewart sigraði í Anaheim James Stewart vann í þriðju umferð í supercrossinu í Anaheim. Annar varð Ricky Carmichael og Chad Reed þriðji. Í minni flokknum var það hinn ungi og efnilegi Ryan Villopoto sem sigraði. Annar var Christophe Pourcel en þriðji varð Jason Lawrance. 9.1.2007 20:51 Gylfi gagnrýnir vinnubrögð KSÍ Gylfi Orrason knattspyrnudómari gefur lítið fyrir þær fullyrðingar knattspyrnusambands Íslands að sambandið hafi reynt til fullnustu að fá Kristin Jakobsson hækkaðan um styrkleikalista dómara hjá UEFA. Formaður KSÍ kveðst sár yfir fréttaflutningi þessa efnis. 9.1.2007 20:30 Formaður dómara bjartsýnn Rofað hefur til í kjaraviðræðum knattspyrnudómara og KSÍ en samningafundur síðdegis í dag gekk framar vonum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.1.2007 20:30 Josh Grant með marið lunga Sobe/Samsung Honda ökumaðurinn ungi Josh Grant kláraði ekki keppni í 125 flokknum í Anaheim. Josh meiddist á æfingu og var fluttur á slysadeild þar sem hann var greindur með marið lunga. 9.1.2007 20:22 Folald sem leikur sér eins og hundur Átta vikna gamalt folald af tegundinni shetlands pony upplifir sig eins og hund eftir að hryssan afneitaði því eftir að hún kastaði. Eigandi folaldsins sem býr í Englandi segir að eftir að hún tók að sér að fæða folaldið og vaka yfir því ásamt Labrador hundinum á bænum þá hagi folaldið sér eins og heimilishundurinn og því líki það vel. 9.1.2007 20:17 Ivan Tedesco komin á ról Team Suzuki/Makita ökumaðurinn Ivan Tedesco er farinn að keyra og æfa af krafti eftir slæmnt handleggsbrot í desember. Ivan lenti í árekstri við James Stewart á æfingum fyrir fyrsta Supercross mótið í Toronto. 9.1.2007 19:52 Memphis - LA Lakers í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lið Lakers hefur verið á góðri siglingu undanfarið þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og stöðvaði síðast ótrúlega sigurgöngu Dallas Mavericks. 9.1.2007 19:27 Stjórnarformaður Bolton ósáttur við Benitez Phil Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, hefur sent enska knattspyrnusambandinu athugasemdir sínar við ummæli Rafa Benitez fyrir leik Bolton og Liverpool á nýársdag. Knattspyrnustjóri Liverpool sagði þá að Bolton kæmist aldrei upp með að spila jafn fast og það gerir ef liðið væri í spænsku deildinni. 9.1.2007 19:14 Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03 Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25 Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. 9.1.2007 17:03 Frábært boxkvöld á Sýn 20. janúar Það verður mikið um dýrðir í boxinu á Sýn laugardagskvöldið 20. janúar næstkomandi en þá verða tveir risabardagar sýndir beint. Fyrri bardaginn verður viðureign ófreskjunnar Nicolai Valuev og Jameel McCline um WBC beltið í þungavigt sem fram fer í Sviss og að honum loknum verður skipt yfir til Las Vegas þar sem Ricky Hatton berst við Juan Urango. 9.1.2007 16:49 Nadal þurfti að hætta keppni Næstbesti tennisleikari heimsins, Spánverjinn Rafael Nadal, gæti þurft að hætta við þáttöku á opna ástralska meistaramótinu í næstu viku. Nadal þurfti að draga sig úr keppni á upphitunarmóti í Sidney í dag vegna nárameiðsla, en segist vonast til að þurfa ekki að missa af opna ástralska - annað árið í röð. 9.1.2007 15:53 Schumacher aðstoðar Raikkönen Vonir forráðamanna Ferrari-liðsins í Formúlu 1 standa til þess að fyrrum heimsmeistrainn margfaldi Michael Schumacher komi finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen til aðstoðar á fyrstu mánuðum sínum í Ferrari-bílnum. Raikkönen gekk í raðir Ferrari frá McLaren í sumar. 9.1.2007 15:47 Banaslys í París-Dakar Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki. 9.1.2007 15:42 Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32 PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25 Eriksson ekki að taka við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla á liðnum dögum að hann sé að taka við franska liðinu Marseille. Eriksson er nú staddur í Dubai þar sem hann fylgist með fjögurra liða móti og segist vera í viðræðum við nokkur félög. Marseille er reyndar eitt liðanna á mótinu. 9.1.2007 15:22 Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18 Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14 Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11 Real bíður eftir svari frá Beckham Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku. 9.1.2007 15:06 Houston lagði Chicago Houston vann í nótt góðan 84-77 útisigur á Chicago í NBA deildinni og hefur liðið nú unnið 5 af 7 leikjum sínum síðan Yao Ming meiddist í síðasta mánuði. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston og var það sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 31 stig eða meira. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago. 9.1.2007 14:50 Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. 8.1.2007 21:48 Grindavík áfram í bikarnum Karlalið Grindavíkur lagði KRb í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld 100-76 og er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Hamar/Selfoss. Átta liða úrslitunum líkur annað kvöld með leikjum ÍR-Skallagríms og FSU-Keflavík. Keflavík lagði svo Breiðablik í kvennaflokki í kvöld 91-36 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. 8.1.2007 21:40 West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32 Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. 8.1.2007 21:30 Við vorum hræðilegir gegn Deportivo Jose Antonio Reyes segir að Real Madrid hafi spilað hræðilega í 2-0 tapinu gegn Deportivo í spænsku deildinni í gær og segir félaga sína í liðinu þurfa að hugsa sinn gang rækilega. 8.1.2007 21:01 Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13 Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01 Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19 Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10 Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52 Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36 Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. 8.1.2007 16:33 Sainz leiðir enn í París Dakar Spánverjinn Carlos Sainz er með bestan tíma allra keppenda í París Dakar kappakstrinum eftir þrjá daga. Sainz varð annar á þriðju dagleiðinni þar sem ekið var um Nador og Nachidia í Marokkó. Isidre Esteve Pujol frá Spáni er í forystu í vélhjólaflokki. 8.1.2007 16:25 Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20 Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15 Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15 Sjá næstu 50 fréttir
Benitez bað stuðningsmenn afsökunar Rafa Benitez bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar á frammistöðu liðsins gegn Arsenal í deildarbikarnum eftir 6-3 tapið á Anfield. Þetta var annað stóra tapið í röð hjá Liverpool gegn Arsenal á heimavelli á nokkrum dögum. 10.1.2007 01:56
Arsenal valtaði yfir Liverpool í sögulegum leik Arsenal burstaði Liverpool 6-3 á Anfield í ótrúlegum knattspyrnuleik sem fer í sögubækurnar. Arsenal sló Liverpool út úr enska bikarnum um helgina og sló heimamenn út úr deildarbikarnum í kvöld. Julio Baptista skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal og misnotaði þar að auki vítaspyrnu. 9.1.2007 21:44
HK náði jafntefli við Val Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld. HK náði 29-29 jafntefli við topplið Vals á útivelli, Stjarnan skellti Gróttu 26-10 á útivelli og þá vann Fram sömuleiðis útisigur á botnliði Akureyrar. Valur er á toppnum með 18 stig eftir 11 leiki, Stjarnan hefur 16 stig eftir 10 leiki, Grótta hefur 16 stig eftir 12 leiki og Haukar hafa 14 stig eftir 11 leiki. 9.1.2007 21:24
Keflavík og ÍR í undanúrslit Keflavík og ÍR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu lið FSU 117-77 og ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím 82-88 í Seljaskóla. Það eru því Keflavík, Grindavík, Hamar/Selfoss og ÍR sem eru komin í undanúrslitin í bikarnum. 9.1.2007 21:09
Arsenal fer á kostum á Anfield Arsenal er svo sannarlega að gera Liverpool lífið leitt þessa dagana en liðið hefur 4-1 forystu á Anfield í hálfleik í leik liðanna í enska deildarbikarnum. Julio Baptista hefur skorað tvö marka Arsenal, Jeremie Aliadiere eitt og Alexandre Song eitt. Robbie Fowler skoraði mark Liverpool í þessum ótrúlega leik sem sýndur er beint á Sýn. 9.1.2007 21:00
Ronny Johnsen íhugar að hætta Norski varnarjaxlinn Ronny Johnsen er að íhuga að leggja skóna á hilluna ef marka má fréttir frá Svíþjóð í kvöld. Johnsen leikur með Árna Gauti Arasyni hjá Valerenga í Noregi, en fór ekki með liðinu í æfingabúðir á Kanaríeyjum sem standa nú yfir. Johnsen er 37 ára gamall og gerði garðinn frægan hjá Manchester United á árum áður. 9.1.2007 20:57
James Stewart sigraði í Anaheim James Stewart vann í þriðju umferð í supercrossinu í Anaheim. Annar varð Ricky Carmichael og Chad Reed þriðji. Í minni flokknum var það hinn ungi og efnilegi Ryan Villopoto sem sigraði. Annar var Christophe Pourcel en þriðji varð Jason Lawrance. 9.1.2007 20:51
Gylfi gagnrýnir vinnubrögð KSÍ Gylfi Orrason knattspyrnudómari gefur lítið fyrir þær fullyrðingar knattspyrnusambands Íslands að sambandið hafi reynt til fullnustu að fá Kristin Jakobsson hækkaðan um styrkleikalista dómara hjá UEFA. Formaður KSÍ kveðst sár yfir fréttaflutningi þessa efnis. 9.1.2007 20:30
Formaður dómara bjartsýnn Rofað hefur til í kjaraviðræðum knattspyrnudómara og KSÍ en samningafundur síðdegis í dag gekk framar vonum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.1.2007 20:30
Josh Grant með marið lunga Sobe/Samsung Honda ökumaðurinn ungi Josh Grant kláraði ekki keppni í 125 flokknum í Anaheim. Josh meiddist á æfingu og var fluttur á slysadeild þar sem hann var greindur með marið lunga. 9.1.2007 20:22
Folald sem leikur sér eins og hundur Átta vikna gamalt folald af tegundinni shetlands pony upplifir sig eins og hund eftir að hryssan afneitaði því eftir að hún kastaði. Eigandi folaldsins sem býr í Englandi segir að eftir að hún tók að sér að fæða folaldið og vaka yfir því ásamt Labrador hundinum á bænum þá hagi folaldið sér eins og heimilishundurinn og því líki það vel. 9.1.2007 20:17
Ivan Tedesco komin á ról Team Suzuki/Makita ökumaðurinn Ivan Tedesco er farinn að keyra og æfa af krafti eftir slæmnt handleggsbrot í desember. Ivan lenti í árekstri við James Stewart á æfingum fyrir fyrsta Supercross mótið í Toronto. 9.1.2007 19:52
Memphis - LA Lakers í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lið Lakers hefur verið á góðri siglingu undanfarið þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og stöðvaði síðast ótrúlega sigurgöngu Dallas Mavericks. 9.1.2007 19:27
Stjórnarformaður Bolton ósáttur við Benitez Phil Gartside, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, hefur sent enska knattspyrnusambandinu athugasemdir sínar við ummæli Rafa Benitez fyrir leik Bolton og Liverpool á nýársdag. Knattspyrnustjóri Liverpool sagði þá að Bolton kæmist aldrei upp með að spila jafn fast og það gerir ef liðið væri í spænsku deildinni. 9.1.2007 19:14
Terry sektaður John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, var í dag sektaður um 10.000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik Tottenham og Chelsea fyrir áramót. Terry þarf ekki að taka út leikbann. 9.1.2007 18:03
Liverpool - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld Liverpool og Arsenal mætast öðru sinni á þremur dögum í kvöld þegar þau kljást í enska deildarbikarnum á Anfield. Arsenal vann góðan 3-1 sigur í fyrri leiknum í enska bikarnum um helgina og því vilja heimamenn eflaust hefna sín rækilega í kvöld. Bein útsending Sýnar frá leiknum hefst klukkan 19:35. 9.1.2007 17:25
Wilhelmson á leið til Roma Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið. 9.1.2007 17:03
Frábært boxkvöld á Sýn 20. janúar Það verður mikið um dýrðir í boxinu á Sýn laugardagskvöldið 20. janúar næstkomandi en þá verða tveir risabardagar sýndir beint. Fyrri bardaginn verður viðureign ófreskjunnar Nicolai Valuev og Jameel McCline um WBC beltið í þungavigt sem fram fer í Sviss og að honum loknum verður skipt yfir til Las Vegas þar sem Ricky Hatton berst við Juan Urango. 9.1.2007 16:49
Nadal þurfti að hætta keppni Næstbesti tennisleikari heimsins, Spánverjinn Rafael Nadal, gæti þurft að hætta við þáttöku á opna ástralska meistaramótinu í næstu viku. Nadal þurfti að draga sig úr keppni á upphitunarmóti í Sidney í dag vegna nárameiðsla, en segist vonast til að þurfa ekki að missa af opna ástralska - annað árið í röð. 9.1.2007 15:53
Schumacher aðstoðar Raikkönen Vonir forráðamanna Ferrari-liðsins í Formúlu 1 standa til þess að fyrrum heimsmeistrainn margfaldi Michael Schumacher komi finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen til aðstoðar á fyrstu mánuðum sínum í Ferrari-bílnum. Raikkönen gekk í raðir Ferrari frá McLaren í sumar. 9.1.2007 15:47
Banaslys í París-Dakar Suður Afrískur vélhjólamaður lét lífið á fjórðu dagleiðinni í París-Dakar rallinu í morgun. Þyrla var send á slysstað en þá var maðurinn þegar látinn. Þetta er fyrsta banaslysið í þessari frægu keppni í ár, en í fyrra létust tvö börn og einn ökumaður í keppninni. Spánverjinn Carlos Sainz hefur enn forystu í bílaflokki. 9.1.2007 15:42
Juventus ekki lengur á eftir Mascherano Forráðamenn Juventus hafa gefist upp í að reyna að fá til sín argentínska miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham, því staða hans og afskipti MSI séu of flókin til að hægt sé að kaupa hann. Þá lét einn forráðamanna Juventus hafa eftir sér að leikmaðurinn væri hvort sem er á leið í raðir Liverpool. 9.1.2007 15:32
PSV hefur áhuga á Albert Luque Sky sjónvarpsstöðin segist hafa öruggar heimildir fyrir því í dag að hollenska liðið PSV Eindhoven hafi gert fyrirspurn um spænska framherjann Albert Luque hjá Newcastle. Leikmaðurinn hefur verið algjörlega úti í kuldanum hjá Newcastle í vetur og er einhver mestu vonbrigði síðari ára í enska boltanum. 9.1.2007 15:25
Eriksson ekki að taka við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla á liðnum dögum að hann sé að taka við franska liðinu Marseille. Eriksson er nú staddur í Dubai þar sem hann fylgist með fjögurra liða móti og segist vera í viðræðum við nokkur félög. Marseille er reyndar eitt liðanna á mótinu. 9.1.2007 15:22
Liverpool að kaupa ítalskan markvörð? Liverpool er við það að landa U-21 árs markverði Ítala ef marka má orð umboðsmanns leikmannsins. Sá heitir Daniele Padelli og leikur sem lánsmaður hjá Sampdoria sem stendur. Umboðsmaðurinn fullyrðir að ekki sé langt í land með að markvörðurinn ungi fari til Englands og gangi frá samningi við Liverpool. 9.1.2007 15:18
Souness gerir tilboð í Wolves Fyrrum knattspyrnustjórinn Graeme Souness hefur lýst því yfir að hann hafi lagt fram 20 milljón punda tilboð í að taka yfir knattspyrnufélagið Wolves, en forráðamenn félagsins neita að staðfesta fréttirnar. Souness hefur verið atvinnulaus síðan í febrúar í fyrra þegar hann var rekinn frá Newcastle. 9.1.2007 15:14
Jose er ekki að hætta í sumar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær. 9.1.2007 15:11
Real bíður eftir svari frá Beckham Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku. 9.1.2007 15:06
Houston lagði Chicago Houston vann í nótt góðan 84-77 útisigur á Chicago í NBA deildinni og hefur liðið nú unnið 5 af 7 leikjum sínum síðan Yao Ming meiddist í síðasta mánuði. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston og var það sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 31 stig eða meira. Ben Gordon skoraði 24 stig fyrir Chicago. 9.1.2007 14:50
Þóra leikur ekki með Blikum í sumar Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem leikið hefur með liði Breiðabliks undanfarin ár, verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Þóra er að flytja til Belgíu vegna vinnu sinnar og ætlar að reyna fyrir sér með liði Anderlecht þar ytra. Þetta er mikið áfall fyrir lið Breiðabliks, enda hefur Þóra verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Þóra er samningsbundin Blikum til ársins 2009 en hefur fengið árs leyfi frá samningnum. 8.1.2007 21:48
Grindavík áfram í bikarnum Karlalið Grindavíkur lagði KRb í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld 100-76 og er því komið í undanúrslit keppninnar líkt og Hamar/Selfoss. Átta liða úrslitunum líkur annað kvöld með leikjum ÍR-Skallagríms og FSU-Keflavík. Keflavík lagði svo Breiðablik í kvennaflokki í kvöld 91-36 og tryggði sér sæti í undanúrslitum. 8.1.2007 21:40
West Ham kaupir Quashie Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í kvöld frá kaupum á skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá West Brom fyrir um 1,5 milljón punda. Quashie fær það verkefni að hjálpa liði West Ham að forðast fall í vor, en hann hefur óþægilega góða reynslu í þeim efnum. 8.1.2007 21:32
Juventus freistaði mín aldrei Gamla kempan Paolo Maldini hjá AC Milan segir að þrátt fyrir ítrekaðan áhuga frá Juventus í gegn um árin, hafi hann aldrei íhugað að skipta um félag. Maldini hefur spilað hverja einustu mínútu á ótrúlegum 23 ára knattspyrnuferlinum hjá Milan - líkt og faðir hans gerði á sínum tíma. 8.1.2007 21:30
Við vorum hræðilegir gegn Deportivo Jose Antonio Reyes segir að Real Madrid hafi spilað hræðilega í 2-0 tapinu gegn Deportivo í spænsku deildinni í gær og segir félaga sína í liðinu þurfa að hugsa sinn gang rækilega. 8.1.2007 21:01
Wright-Phillips neitaði West Ham Kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips fer ekki til West Ham ef marka má frétt frá Sky sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar er greint frá því að leikmaðurinn hafi neitað að fara til West Ham. Eggert Magnússon og félagar voru sagðir tilbúnir að greiða gott verð fyrir leikmanninn, en hann hafði ekki áhuga á að fara til Hamranna sem eru í bullandi fallbaráttu. 8.1.2007 18:13
Aaron Lennon framlengir við Tottenham Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur skrifað undir nýjan samning við Tottenham og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2012. Lennon er aðeins 19 ára gamall og hefur farið á kostum með liði Tottenham síðan hann fékk óvænt tækifæri í aðalliðinu á síðustu leiktíð. Lennon hefur spilað 48 leiki með Lundúnaliðinu og 7 með enska landsliðinu. 8.1.2007 18:01
Diabi kominn í hóp Arsenal á ný Franski miðjumaðurinn Abou Diabi er nú kominn í leikmannahóp Arsenal á ný eftir að hafa meiðst illa á ökkla í leik gegn Sunderland síðasta vor, en hann hefur verið frá í átta mánuði. Hann verður væntanlega í hóp Arsenal sem mætir Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld, líkt og Cesc Fabregas sem snýr aftur eftir leikbann. William Gallas, Emmanuel Adebayor og Freddie Ljungberg verða ekki í hópnum vegna meiðsla. 8.1.2007 17:19
Neville biður stuðningsmenn Everton afsökunar Phil Neville, leikmaður Everton, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir að það steinlá 4-1 fyrir Blackburn á heimavelli í bikarnum í gær. 8.1.2007 17:10
Frábær aðsókn í enska bikarnum Mjög góð aðsókn var á leiki helgarinnar í enska bikarnum um helgina og hefur raunar ekki verið meiri í aldarfjórðung ef tekið er mið af áhorfendafjölda, en 17,664 áhorfendur að meðaltali sáu leiki í þriðju umferð keppninnar um helgina. Þá var markatalan í umferðinni sú hæsta í 40 ár eða 3,23 mörk að meðaltali í leik. 8.1.2007 16:52
Terry gengst við ákæru knattspyrnusambandsins John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur ákveðið að gangast við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð Graham Poll dómara eftir að hann var rekinn af velli í leik gegn Tottenham í nóvember. Terry hafði áður neitað öllum sökum og fór fram á fund með aganefndinnni, en hefur nú dregið í land. 8.1.2007 16:36
Bayern hefur augastað á Ribery Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segist hafa komist að samkomulagi við forseta franska félagsins Marseille þess efnis að hann verði látinn vita ef kantmaðurinn Franck Ribery verði seldur. Bayern er eitt fjölmargra stórliða í Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Ribery er 23 ára gamall franskur landsliðsmaður og þótti standa sig vel á HM í sumar. 8.1.2007 16:33
Sainz leiðir enn í París Dakar Spánverjinn Carlos Sainz er með bestan tíma allra keppenda í París Dakar kappakstrinum eftir þrjá daga. Sainz varð annar á þriðju dagleiðinni þar sem ekið var um Nador og Nachidia í Marokkó. Isidre Esteve Pujol frá Spáni er í forystu í vélhjólaflokki. 8.1.2007 16:25
Mancini hrifinn af Shevchenko Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, segist vel geta hugsað sér að krækja í framherjann Andriy Shevchenko hjá Chelsea, en Úkraínumaðurinn hefur ekki gert gott mót á Englandi í vetur eins og flestir vita. 8.1.2007 16:20
Allt undir United komið Talsmaður sænska liðsins Helsingborg segir það alfarið undir Manchester United komið hvort framherjinn Henrik Larsson framlengi lánssamning sinn við enska félagið út leiktíðina á Englandi. Larsson er á þriggja mánaða samningi hjá United, en því hefur verið spáð að hann verði lengur á Englandi. 8.1.2007 15:15
Dregið í fjórðu umferð enska bikarsins Í dag var dregið í fjórðu umferð enska bikarsins og fengu stórliðin Chelsea, Arsenal og Man Utd öll heimaleiki í næstu umferð. Enn á eftir að spila nokkra aukaleiki áður en fjórða umferðin getur hafist en hér fyrir neðan má sjá hvaða lið eigast við í næstu umferð. 8.1.2007 14:15