Fleiri fréttir

Dómaralaust í knattspyrnunni?

Knattspyrnudómarar í efstu deildum hér á landi eru allir samningslausir og saka KSÍ um áhugaleysi við endurnýjun samninga. Samningar dómaranna runnu út nú um áramótin.

Jafnt í Cardiff

Úrvalsdeildarliði Tottenham tókst ekki að leggja lið Cardiff í lokaleiknum í enska bikarnum í dag og skildu liðin jöfn 0-0 í bragðdaufum leik í Wales. Liðin þurfa því að mætast á ný á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Einu góðu fréttirnar fyrir úrvalsdeildarliðið í dag voru því þær að þeir Robbie Keane og Aaron Lennon sneru til baka úr meiðslum.

Dauft hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á útivelli gegn spræku smáliði Getafe í spænsku deildinni í dag. Hinn skemmtilegti Daniel Guiza kom Getafe yfir eftir 54 mínútur eftir glórulaus varnarmistök Rafael Marquez, en það var svo Xavi sem bjargaði Barcelona fyrir horn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Barcelona í dag en náði sér aldrei á strik frekar en félagar hans.

Ferguson ánægður með Skandinavíumennina

Sir Alex Ferguson hrósaði Skandinavíumönnunum tveimur í framlínu Man Utd í hástert í dag eftir að þeir tryggðu liðinu sigur á Aston Villa með tveimur góðum mörkum. Henrik Larsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik og Ole Gunnar Solskjær innsiglaði sigurinn í blálokin með dæmigerðu marki fyrir þennan markheppna framherja.

Larsson ánægður með markið

Sænski markaskorarinn Henrik Larsson var að vonum ánægður með að ná að skora í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United í dag þegar liðið lagði Aston Villa í bikarnum. Hann var spurður að því eftir leikinn hvort til greina kæmi að framlengja veru sína á Englandi.

Gróttu tókst ekki að komast á toppinn

Gróttustúlkum tókst ekki að komast á toppinn í DHL deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið tapaði naumlega 27-26 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum. Valur er enn á toppnum með 17 stig og á leik til góða á Gróttu sem er í öðru sæti með 16 stig. Stjarnan og Haukar koma næst í þriðja og fjórða sæti með 14 stig og ÍBV er í því fimmta með 11 stig.

Blackburn burstaði Everton

Þremur af fjórum leikjum dagsins í enska bikarnum er nú lokið. Blackburn vann góðan 4-1 sigur á Everton á útivelli með mörkum frá Pedersen, Derbyshire, Gallagher og McCarthy, en Andy Johnson skoraði mark Everton. Sheffield Wednesday og Man City skildu jöfn 1-1 og mætast öðru sinni í Manchester.

Markalaust í hálfleik hjá Barcelona og Getafe

Staðan í leik Getafe og Barcelona í spænsku deildinni er enn jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og er Eiður Smári Guðjohnsen í fremstu víglínu Evrópumeistaranna sem fyrr. Sýn Extra er með beina útsendingu frá leik Cardiff og Tottenham í enska bikarnum og þar er sömuleiðis markalaust eftir 45 mínútur.

Öruggur sigur hjá Peter

Nígeríska martröðin Samuel Peter vann í nótt öruggan sigur á Andrew Toney í þungavigt hnefaleika þegar kapparnir mættust öðru sinni í Flórída í Bandaríkjunum. Peter náði Toney einu sinni í gólfið og vann örugglega á stigum. Hann vonast nú til að hafa öðlast rétt til að mæta Oleg Maskaev um WBC beltið.

Skandinavíusigur á Old Trafford

Norðurlandabúarnir Henrik Larsson og Ole Gunnar Solskjær voru hetjur Manchester United í dag þegar liðið sló Aston Villa út úr enska bikarnum með 2-1 sigri á heimavelli. Markamaskínan Henrik Larsson skoraði strax í fyrsta leik með United þegar hann kom liðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks, en Milan Baros jafnaði fyrir Villa eftir 74 mínútur. Það var svo hinn magnaði Ole Gunnar Solskjær sem skoraði sigurmark United þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.

Buffon íhugar að fara frá Juventus

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hefur viðurkennt að hann gæti farið frá Juventus áður en leiktíðinni í B-deildinni lýkur af því gefnu að liðið verði í toppsætinu þegar að því kemur.

Figo fer til Sádí-Arabíu

Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo er búinn að skrifa undir 18 mánaða samning við lið Al-lttihad í Sadí Arabíu og gengur í raðir þess í sumar. Því hafði verið haldið fram að Figo færi til liðsins strax í þessum mánuði, en ekkert varð úr því.

Hiddink að taka við af Mourinho?

Þær fréttir ganga nú fjöllum hærra í breskum blöðum að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink muni taka við liði Chelsea í sumar því Jose Mourinho sé að íhuga að hætta. Því er haldið fram að Roman Abramovic sé með Hiddink í sigtinu sem eftirmann Mourinho.

Sainz í forystu í Dakar

Fyrrum heimsmeistarinn í rallakstri, Spánverjinn Carlos Sainz, hefur forystu að loknum öðrum degi í París-Dakar rallinu sem nú er farið á fullt. Sainz ekur á Volkswagen. Í vélhjólaflokki er það portúgalski ökuþórinn Helder Rodrigues sem hefur forystu. Ekið var frá Portúgal til Malaga á Spáni, en næst verður ekið í Marokkó í Afríku.

Jafntefli gegn Dönum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 29-29 jafntefli við Dani í lokaleik sínum á undirbúningsmótinu fyrir HM sem haldið var í Danmörku um helgina. Ísland hafði yfir í hálfleik 16-11 en Danirnir gengu á lagið í lokin og jöfnuðu í spennandi leik. Norðmenn höfðu sigur á mótinu og unnu alla sína leiki.

Ben Wallace hafði betur gegn sínum gömlu félögum

Stóri-Ben Wallace og hans menn í Chicago Bulls höfðu betur gegn gamla liðinu hans Detroit í nótt 106-89. Þetta var fyrsti leikur Wallace gegn liðinu sem hann spilaði með í 6 ár og hampaði meistaratitlinum með árið 2004.

Toney og Peter mætast í nótt

Það verða sannkallaðir þungavigtarmenn í sviðsljósinu á Sýn í kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá bardaga Andrew Toney og Samuel Peter. Toney er 38 ára refur en "nígeríska martröðin" Peters er aðeins 26 ára og er einn efnilegasti maðurinn í þungavigtinni í dag.

Milan lagði Juventus

AC Milan lagði erkifjendur sína í Juventus 3-2 í hörkuleik um Berlusconi-bikarinn árlega þar sem stórveldin tvö etja kappi. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í haust samkvæmt venju, en var frestað í kjölfar knattspyrnuskandalsins á Ítalíu.

Slæmur dagur fyrir okkur

Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu.

Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir

Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield.

Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham

Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið.

Bikarmeistararnir úr leik

Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin.

Arsenal leiðir 2-0 í hálfleik á Anfield

Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Liverpool á Anfield þegar flautað hefur verið til leikhlés í skemmtilegum leik í enska bikarnum sem sýndur er beint á Sýn. Það var Tékkinn Tomas Rosicky sem skoraði bæði mörk Arsenal undir lok hálfleiksins eftir glæsilega spilamennsku liðsins, en fram að því höfðu heimamenn undirtökin.

Skallagrímur lagði Keflavík

Skallagrímur lagði Keflavík 100-98 í hörkuleik í úrvalsdeild karla sem fram fór í Borgarnesi í dag. Heimamenn náðu mest 17 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar náðu að jafna í lokin. Það var svo Axel Kárason sem gerði út um leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir með tveimur vítaskotum.

Nadal féll óvænt úr leik í Chennai

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tapaði óvænt 6-4 og 7-6 fyrir belgíska spilaranum Xavier Malisse í undanúrslitum Chennai mótsins í tennis í dag. Malisse er í 37. sæti á styrkleikalista tennissambandsins og mætir annað hvort Carlos Moya frá Spáni eða Austurríkismanninum Stefan Koubek í úrslitaleik á morgun.

Chelsea burstaði Macclesfield

Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna.

Valur lagði Stjörnuna

Valsstúlkur skelltu sér á toppinn í dhl deild kvenna í handbolta í dag með 22-16 sigri í leik liðanna í Ásgarði í dag. Valur var yfir 10-6 í hálfleik.

Naumur sigur á Pólverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik bar í dag sigurorð af því pólska 40-39 í miklum markaleik á æfingamótinu sem fram fer í Danmörku. Mótið er liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir HM í Þýskalandi, en íslenska liðið steinlá fyrir Norðmönnum í gær og mætir Dönum á morgun.

Dallas vann stóran sigur í San Antonio

Dallas vann í nótt 13. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti erkifjendum sínum í San Antonio 90-85 á útivelli. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var æsispennandi allt til loka og nú hefur Dallas unnið þrjá leiki í röð í San Antonio.

Raja Bell settur í bann

Bakvörðurinn Raja Bell verður ekki með liði Phoenix sem tekur á móti Miami Heat í NBA í kvöld eftir að hann var settur í eins leiks bann í kvöld fyrir að sparka í nýliðann Andrea Bargnani hjá Toronto í leik liðanna á miðvikudag. Það ætti þó ekki að koma að sök fyrir Phoenix gegn Miami í kvöld, því gestirnir verða líka mjög undirmannaðir.

Mögnuð dagskrá á Sýn um helgina

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með frábæra veislu fyrir íþróttaáhugamenn um helgina eins og venjulega. Hátíðin hefst í kvöld klukkan eitt með leik San Antonio og Dallas í NBA deildinni en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu viðburði helgarinnar.

Loksins sigur hjá Bárði

Bárður Eyþórsson krækti í sinn fyrsta sigur sem þjálfari síðan 22. október í kvöld þegar hans menn í Fjölni unnu óvæntan útisigur á Grindvíkingum í úrvalsdeild karla í körfubolta 85-78. Fjölnir er því kominn af fallsvæðinu og er í 10. sæti deildarinnar en Grindavík er í 6. sæti.

Smertin orðaður við West Ham

Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hefur nú verið orðaður við West Ham og fleiri félög á Englandi eftir að forráðamenn Dinamo Moskvu lýstu því yfir að hann mætti fara á frjálsri sölu í janúar ef hann óskaði þess. Smertin er 31 árs gamall og lék áður með Portsmouth og Chelsea á Englandi, en hann hefur auk þessa verið orðaður við Charlton og Fulham.

Eto´o ætlar að snúa aftur fljótlega

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sett stefnuna á að snúa til baka úr meiðslum eftir tvær vikur, en það er langt á undan áætlunum lækna liðsins. Eto´o meiddist á hné í leik Barcelona og Werder Bremen í september.

Stórt tap fyrir Noregi

Íslenska landsliðið í handknattleik steinlá fyrir því norska 34-22 í leik liðanna á æfingamóti sem fram fer í Danmörku, en leikið var í Hróarskeldu. Íslenska liðið var undir 16-13 í hálfleik. Heimamenn Danir taka einnig þátt í mótinu, auk Pólverja.

Risaslagur í beinni á Sýn í kvöld

Það verður sannkallaður risaslagur í beinni útsendingu Sýnar klukkan 1 í nótt þegar erkifjendurnir San Antonio Spurs og Dallas Mavericks eigast við í NBA deildinni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hvort lið hefur sigrað einu sinni. Þau áttust líka við í undanúrslitum Vesturdeildar síðasta vor þar sem Dallas hafði betur í sjö leikjum í einni bestu seríu úrslitakeppninnar.

West Brom hafnar tilboði Tottenham

Enska 1. deildarliðið West Brom er sagt hafa hafnað 5 milljón punda tilboði Tottenham í miðvörðinn Curtis Davies í dag. Forráðamenn West Brom hafa lýst því yfir að enginn leikmaður fari frá félaginu á útsöluverði og ætla að reyna að halda þétt í mannskap sinn í kjölfar góðs gengis liðsins í deildinni að undanförnu.

Bumban fær góðan liðsstyrk

Lið KR b, eða Bumban eins og það er gjarnan kallað, hefur nú fengið til sín góðan liðsstyrk fyrir bikarleikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Hér er um að ræða Bandaríkjamanninn Ben Jacobson frá Northern Iowa háskólanum.

Lagt til að fjölga liðum í efstu deild

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja fram tillögu á næsta ársþingi um að fjölga liðum í Landsbankadeild og 2. deild karla árið 2008, auk þess að leggja til að fjölga liðum í Landsbankadeild kvenna í 9 á næsta tímabili.

Dusty Klatt hlakkar til Anahaim

Dusty Klatt segist fyrst og fremst líða mjög vel hjá Yamaha, en hann skipti yfir í Star Racing/Yamaha ekki alls fyrir löngu eftir að hafa verið hjá Blackfoot/Honda í nokkur ár.

Kanoute vill verða markakóngur

Malímaðurinn Freddy Kanoute hjá Sevilla segist hafa sett stefnuna á að verða markakóngur í spænska boltanum, en hann hefur skorað 14 mörk til þessa í deildinni og er markahæstur. Næstur kemur Ronaldinho hjá Barcelona með 12 mörk.

Riquelme settur út úr liði Villarreal

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik.

Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull

Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson.

Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA.

Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda

Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Sjá næstu 50 fréttir