Fleiri fréttir

Tap fyrir Bretum í boxi

Íslendingar töpuðu fyrir hnefaleikasveit bresku lögreglunnar í boxbardaga á Broadway í gærkvöldi. Íslendingar unnu fjóra bardaga en Bretarnir átta.

Mikil spenna í Hainan

Það stefnir í æsispennandi lokasprett á TCL-golfmótinu í Hainan í Kína en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Englendingurinn Paul Casey, Skotinn Colin Montgomerie og Taílendingurinn Chawalit Plaphol eru allir á 16 höggum undir pari. Daninn Thomas Björn og Ástralinn Terry Pilkadares eru höggi á eftir.

Þrír jafnir á Bay Hill

Charles Howell þriðji, Joe Ogilvie og Stephen Ames hafa forystu á Bay Hill mótinu á Flórída. Þeir eru allir á 5 höggum undir pari. Howell og Ames eftir 36 holur en Ogilvie náði aðeins að ljúka þremur holum í gær. Ausandi rigning hefur gert kylfingunum erfitt fyrir og margir eiga enn eftir að ljúka öðrum hring.

Indiana lagði Lakers í nótt

13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Indiana sigraði Los Angeles Lakers með 103 stigum gegn 97, en leikurinn var sýndur beint á Sýn í gærkvöldi. Reggie Miller skoraði 39 stig fyrir Indiana sem er það mesta sem hann hefur gert í fjögur ár. Ray Allen skoraði 38 stig þegar Seattle vann Orlando 98-90.

Navka og Kostamarov sigruðu aftur

Rússneska parið Tatiana Navka og Roman Kostamarov vörðu í gær heimsmeistaratitil sinn í ísdansi á heimsmeistaramótinu í Moskvu.

Maldini hjá Milan til 2007

Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, framlengdi í gær samning sinn við Mílanóliðið til loka júní 2007. Maldini er 36 ára en hann lék fyrsta leik sinn fyrir AC Milan í janúar 1985.

Arsenal yfir gegn Blackburn

Arsenal er 0-1 yfir á útivelli gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar 60 mínútur eru liðnar af leiknum. Robin Van Persie skoraði markið á 43. mínútu en þetta er fyrsti leikurinn af sjö í deildinni í dag. 6 leikir hefjast kl. 15.00.

Stjarnan Íslandsmeistari

Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í hópfimleikum í Laugardalshöll en þar fer fram mikil fimleikaveisla um helgina. Garðabæjarhópurinn hlaut samtals 48,55 í einkunn en í öðru sæti varð Gerpla með 45,85 og Björk úr Hafnarfirði var í 3. sæti með 44,95 í einkunn. Í dag kl. 15.00 - 17.40 fer fram keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum.

ÍR 16 stigum yfir gegn Keflavík

ÍR er yfir í hálfleik gegn Keflavík, 35-51 í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla en leikið er í Keflavík. Eiríkur Önundarson er stigahæstur ÍR-inga með 18 stig, Theo Dixon með 11 stig og Grant Davids með 8 stig og 14 fráköst .Anthony Glover er stigahæstur heimamanna með 11 stig.

Arsenal í 2. sætið

Arsenal vann Blackburn, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og lyfti sér með sigrinum einu stigi upp fyrir Man Utd í 2. sæti deildarinnar með 64 stig. Robin Van Persie skoraði markið á 43. mínútu en þetta var fyrsti leikurinn af sjö í deildinni í dag. 6 leikir hefjast kl. 15.00.

Bellamy með þrennu fyrir Celtic

Velska vandræðabarnið Craig Bellamy var hetja Glasgow Celtic í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði þrennu í 2-3 útisigri á Dundee United og kom liði sínu aftur á topp deildarinnar. Hann hefur nú skorað 6 mörk fyrir Celtic síðan hann gekk í raðir liðsins í janúar.

FH upp að hlið toppliðanna

FH sigraði KA 3-0 í riðli 2 í deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu á Akureyri í dag og er nú komið með 8 stig við hlið toppliðanna Keflavík og KR sem þó á einn leik til góða á Íslandsmeistarana. Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö marka FH.

Óvæntur sigur ÍR í Keflavík

ÍR kom heldur betur á óvart í dag og vann fyrstu rimmu sína gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla í dag, 80-88 en leikið var í Keflavík. Gestirnir úr Breiðholtinu voru yfir í hálfleik,35-51. Stigahæstir í liði ÍR voru Theo Dixon með 26 stig, Grant Davis 21 og Eiríkur Önundarson 21.

Eiður í byrjunarliðinu

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem nú leikur við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er staðan 1-1 þegar síðari hálfleikur er nýhafinn. Hermann Hreiðarsson er einnig í byrjunarliði Charlton sem leikur við W.B.A. og er staðan þar 1-1. Þá eru Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson báðir í byrjunarliði Watford.

Reynir Leós tryggði ÍA sigur

ÍA lagði ÍBV 3-2 í riðli 1 í deildarbikar karla í knattspyrnu nú síðdegis en tveir leikir fara fram í riðlinum í dag. ÍA er í 3. sæti með 9 stig eins og Valur sem nú er að leika við Þór í Boganum á Akureyri. Breiðablik er á toppnum með fullt hús stiga eða 12 stig. Leikur ÍA og ÍBV í dag þróaðist þannig:

Haukastúlkur deildarmeistarar

Haukastúlkur tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar þær rótburstuðu ÍBV í toppslag deildarinnar með 14 stiga mun, 35-21. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst Hauka með 10 mörk. Í átta liða úrslitum mætast Haukar og Fram, ÍBV-Víkingur, Stjarnan Grótta/KR og FH-Valur.

Kezman með tvö fyrir Chelsea

Mateja Kezman skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem lagði Crystal Palace 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og halda enn 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Kezman kom inn á fyrir Eið Smára Guðjonsen á 77. mínútu. Man Utd endurheimti 2. sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Fulham með marki Cristiano Ronaldo.

Fyrstu tapstig Vals

Þór og Valur skildu jöfn, 2-2 í deildarbikar karla í knattspyrnu nú síðdegis en leikið var í Boganum á Akureyri. Sigþór Júlíusson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörk Vals en Ingi Hrannar Eymundsson og Baldur Sigurðsson fyrir norðanmenn. Lárus Orri Sigurðsson sem er nýgenginn aftur í raðir Þórs lék ekki í dag.

Haukar tóku titilinn

Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sér heimavallarrétt út úrslitakeppninni í dag þegar þeir tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum sigri á nýkrýndum bikarmeisturum ÍR, 31-29.

ÍBV pakkað saman

Það var aðeins eitt lið á vellinum þegar Haukar tóku á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sigur í DHL-deild kvenna. Haukastúlkur tóku frumkvæðið strax í upphafi og gáfu það aldrei eftir. Þegar upp var staðið unnu Haukastúlkur stórsigur, 35-21, og var sigurinn síst of stór hjá Haukastúlkum

Stúdínur jöfnuðu metin

Stúdínur tryggðu sér oddaleik gegn Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta með 21 stigs sigri, 75-54, í öðrum leik liðanna í Kennaraháskólanum í gær.

Gæti hafa spilað síðasta leikinn

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson, landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, ákvað í síðustu viku að gefa ekki kost á sér í komandi landsleiki gegn Króatíu og Ítalíu þrátt fyrir að vera leikfær með liði sínu Lokeren í Belgíu. 

Shaq 2 - Kobe 0

Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat áttu ekki í miklum vandræðum Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í nótt.

Úrslitin í NBA í nótt

<strong>Dallas Mavericks 98 - Portland Trail Blazers 94</strong> Stigahæstir hjá Mavericks: Josh Howard 21 (11 fráköst, 2 varin skot), Michael Finley 17, Marquis Daniels 16. Stigahæstir hjá Blazers: Damon Stoudamire 20 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Shareef Abdur-Rahim 20 (5 fráköst, 4 stoðsendingar), Joel Przybilla 16 (13 fráköst).  

Frisk breytir ekki ákvörðun sinni

Sænski knattspyrnudómarinn Anders Frisk ætlar ekki að hætta við að setjast í helgan stein þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu evrópska knattspyrnusambandsins að telja honum hughvarf.

Liverpool tekst á við Juventus

Liverpool mætir Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss í morgun. Þá mætir Chelsea Bayern München og Mílanóliðin AC Milan og Inter berjast um sæti í undanúrslitum. Loks mætir franska liðið Lyon hollenska liðinu PSV Einhoven. Fyrri leikir liðanna fara fram 5. og 6. apríl en þeir síðari viku síðar.

Newcastle mætir Lissabon

Graeme Souness og lærisveinar hans hjá Newcastle United drógust gegn portúgalska liðinu Sporting Lissabon í UEFA-bikarnum í knattspyrnu.

Tekur Querioz við af Ferguson?

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nefnt aðstoðarmann sinn sem hugsanlegan arftaka er Ferguson segir skilið við félaga sína á Old Trafford.

Þrjú Íslandsmet í undanrásum

Íslandsmótið í sundi hófst í Laugardalslauginni í dag. 200 sundmenn keppa en mótið núna verður fyrsta Íslandsmótið í 50 metra innilaug. Úrslitin í dag hefjast klukkan 16.30 en Íslandsmeistararar verða krýndir í 14 greinum í dag. Þrjú Íslandsmet féllu í undanrásum í morgun.

Frönskum dómurum hótað

Þrír franskir knattspyrnudómararar upplýstu í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> í morgun að þeir hefðu fengið líflátshótanir. Alain Sars segir í samtali við blaðið að það hafi komið nokkrum sinnum fyrir á síðustu leiktíð að sér hafi verið hótað. Í síðustu viku tilkynnti sænski dómarinn Anders Frisk að hann væri hættur dómgæslu.

Veður hamlar keppni á Bay Hill

Keppni á Bay Hill mótinu í golfi var frestað vegna þrumuveðurs og ausandi rigningar. Helmingur kylfinganna gat hafið keppni. Joe Ogilvie og Sergio Garcia voru á þremur höggum undir pari, Ogilvie eftir 13 holur en Garcia eftir 8. Tiger Woods, sem hefur sigrað fjórum sinnum á þessu móti, var á tveimur höggum undir pari eftir 7 holur. Sýnt verður beint á Sýn frá lokadeginum á sunnudag.

Lögregla handtók bullur í Svíþjóð

Lögreglan í Malmö í Svíþjóð handtók 45 manns í kjölfar átaka sem brutust út fyrir leik Malmö og FC Kaupmannahafnar í Norðurlandadeildinni í fótbolta í gær. 170 stuðningsmenn liðanna lentu í áflogum og haft er eftir lögreglu í sænska blaðinu <em>Sydsvenskan</em> að slagsmálin hafi verið skipulögð. Malmö vann leikinn 1-0. Norsku liðin Brann og Våleringa gerðu jafntefli 2-2.

Cagliari áfram þrátt fyrir tap

Sampdoria vann Cagliari 3-2 í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi en sigurinn dugði ekki því Cagliari vann fyrri leikinn 2-0 og mætir Inter Milan í undanúrslitum.

Wenger finnur fnyk af sumrinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sér engan tilgang með landslið Englendinga leiki sýningarleiki í Bandaríkjunum eftir að ensku deildinni lýkur í vor.

Sjálfstraustið í lagi í Keflavík

Lið Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur ekki miklar áhyggjur af væntanlegum andstæðingum sínum í fjögurra liða úrslitunum sem hefjast á morgun en liðið mætir ÍR sem sló Njarðvík út í tveimur leikjum í fyrstu umferð.

NBA á Sýn í kvöld

Indiana Pacers tekur á móti Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum í kvöld.

Dreymdi mig símtalið við Viggó?

Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið.

Heimavöllurinn mun reynast drjúgur

Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum.

Snæfell sigurstranglegra

Undanúrslitaviðureignar Snæfells og Fjölnis í úrslitakeppni Úrvalsdeildar karla í körfubolta er beðið með mikilli eftirvæntingu.

ÍR gæti komið á óvart

Undanúrslitarimma Keflavíkur og ÍR í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í dag. Fyrsti leikur liðanna er í Keflavík og liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í sjálf úrslitin. Keflvíkingar hafa heimavallarréttinn í viðureigninni, eftir að hafa verið með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni og kemur það til með að reynast liðinu mikilvægt í úrslitakeppninni því ár og dagar eru síðan liðið tapaði síðast á heimavelli.

Ísland í riðli með Svíum

Í dag var dregið í riðla í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kína árið 2007.

2 leikir í deildarbikarnum í kvöld

Tveir leikir fara fram í deildarbikar karla í knattspyrnu í kvöld, báðir í riðli 2. Nú klukkan 19 mætast Keflavík og Þróttur R. í Reykjaneshöllinni og 15 mínútum síðar hefst viðureign Völsungs og FH í Boganum á Akureyri.

Björgvin fjórði í Króatíu

Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson lenti í fjórða sæti á króatíska meistaramótinu í stórsvigi í dag. Björgvin keppir á króatíska meistaramótinu í svigi á morgun og á slóvenska meistaramótinu á sunnudaginn. Þrír Íslendingar kepptu á norska meistaramótinu í stórsvigi í dag en féllu allir úr keppni.

Jói Kalli í byrjunarliði Leicester

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester City sem mætir Teddy Sheringham og félögum í West Ham í ensku Championship deildinni í knattpsyrnu í kvöld en þetta er eini leikurinn á dagskrá í deildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.45.

Sjá næstu 50 fréttir