Sport

Ísland í riðli með Svíum

Í dag var dregið í riðla í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kína árið 2007. Íslenska liðið hafnaði í riðli með Portúgölum, Tékkum, Svíum og Hvít-Rússum. Þetta verður fyrsta verkefni Jörundar Áka Sveinssonar með kvennalandsliðið, sem hefur komist í umspil í tveimur síðustu undankeppnum. Þá er einnig búið að draga í riðla í undankeppni EM U-19 ára landsliða kvenna og þar hafnaði íslenska liðið í riðli með Rússlandi, Bosníu Hersegóvínu og Georgíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×