Sport

Frönskum dómurum hótað

Þrír franskir knattspyrnudómararar upplýstu í samtali við franska blaðið L´Equipe í morgun að þeir hefðu fengið líflátshótanir. Alain Sars segir í samtali við blaðið að það hafi komið nokkrum sinnum fyrir á síðustu leiktíð að sér hafi verið hótað. Í síðustu viku tilkynnti sænski dómarinn Anders Frisk að hann væri hættur dómgæslu. Frisk sagðist ekki geta lagt það á fjölskyldu sína að þurfa að búa við stöðugar hótanir frá fótboltabullum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×