Sport

Wenger finnur fnyk af sumrinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sér engan tilgang með landslið Englendinga leiki sýningarleiki í Bandaríkjunum eftir að ensku deildinni lýkur í vor. "Ég skil ekki hugsunina á bakvið þetta," sagði Wenger. "Betra væri að gefa landsliðinu fjögurra vikna frí fyrir undirbúninginn fyrir HM 2006." Wenger fullyrti að mikil peningaóþefur væri af leikjunum. "Ég skil ekki að landslið sem ætla að vera í slagnum um heimsmeistaratitilinn verði upptekin í sumar. Það er algjört lykilatriði að leikmenn liðanna fái hvíld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×