Sport

Bellamy með þrennu fyrir Celtic

Velska vandræðabarnið Craig Bellamy var hetja Glasgow Celtic í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar hann skoraði þrennu í 2-3 útisigri á Dundee United og kom liði sínu aftur á topp deildarinnar. Bellamy er heldur betur að stimpla sig inn eftir að Newcastle losaði sig við hann í kjölfar margumtalaðs ósættis við Graeme Souness knattspyrnustjóra. Hann hefur nú skorað 6 mörk fyrir Celtic síðan hann gekk í raðir liðsins í janúar. Celtic er í efsta sæti deildarinnar með 77 stig en Rangers í 2. sæti með 75 stig. Það er óravegur í liðið í 3. sæti sem er Aberdeen með 48 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×