Sport

Stjarnan Íslandsmeistari

Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í hópfimleikum í Laugardalshöll en þar fer fram mikil fimleikaveisla um helgina. Garðabæjarhópurinn hlaut samtals 48,55 í einkunn en í öðru sæti varð Gerpla með 45,85 og Björk úr Hafnarfirði var í 3. sæti með 44,95 í einkunn. Í dag kl. 15.00 - 17.40 fer fram keppni í fjölþraut í áhaldafimleikum. Þar keppir allt okkar besta fimleikafólk sem er við æfingar hér á landi. Í lok keppni verða krýndir Íslandsmeistarar í áhaldafimleikum karla og kvenna þ.e. sá einstaklingur sem hlýtur hæsta samanlagða einkunn á öllum áhöldum. Í karlaflokki er keppt á 6 áhöldum og í kvennakeppninni á 4. áhöldum. Á morgun kl. 14.00- 16.20 fer fram keppni á einstökum áhöldum. Þar keppa þeir 6 einstaklingar karla og kvenna sem hlutu hæstu einkunnir á hverju áhaldi í dag laugardag. Krýndir eru Íslandsmeistarar á hverju áhaldi fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×