Sport

2 leikir í deildarbikarnum í kvöld

Tveir leikir fara fram í deildarbikar karla í knattspyrnu í kvöld, báðir í riðli 2. Nú klukkan 19 mætast Keflavík og Þróttur R. í Reykjaneshöllinni og 15 mínútum síðar hefst viðureign Völsungs og FH í Boganum á Akureyri. KR og Keflavík eru efst í riðlinum með 8 stig eftir 4 leiki en HK í 3. sæti með 6 stig. Völsungur er í 5. sæti með 4 stig og Íslandsmeistarar FH í 6. sæti með 2 stig, enn án sigurs eftir 3 leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×