Sport

Kezman með tvö fyrir Chelsea

Mateja Kezman skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem lagði Crystal Palace 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og halda enn 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Kezman kom inn á fyrir Eið Smára Guðjonsen á 77. mínútu en Eiði hefur gengið hræðilega illa að skora fyrir Chelsea í deildinni undafarið. Frank Lampard og Joe Cole skoruðu tvö fyrri marka Chelsea í leiknum. Man Utd endurheimti 2. sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Fulham og skoraði Cristiano Ronaldo á 21. mínútu. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn með Charlton sem steinlá óvænt á heimavelli fyrir W.B.A. 1-4. Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn með Watford sem tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Preston á meðan Stoke og Wolves gerðu 1-1 jafntefli þar sem Úlfarnir jöfnuðu metin á lokamínútunum. Úrslit dagsins í úrvaldseildinni urðu eftirfarandi: Blackburn - Arsenal  0 - 1 Charlton - West Brom  1 - 4 Chelsea - Crystal Palace  4 - 1 Man Utd - Fulham  1 - 0 Portsmouth - Newcastle  1 - 1 Tottenham - Man City 2 - 1 Bolton  tekur á móti Norwich kl. 17.15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×