Sport

Veður hamlar keppni á Bay Hill

Keppni á Bay Hill mótinu í golfi var frestað vegna þrumuveðurs og ausandi rigningar. Helmingur kylfinganna gat hafið keppni. Joe Ogilvie og Sergio Garcia voru á þremur höggum undir pari, Ogilvie eftir 13 holur en Garcia eftir 8. Tiger Woods, sem hefur sigrað fjórum sinnum á þessu móti, var á tveimur höggum undir pari eftir 7 holur. Sýnt verður beint á Sýn frá lokadeginum á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×