Sport

Frisk breytir ekki ákvörðun sinni

Sænski knattspyrnudómarinn Anders Frisk ætlar ekki að hætta við að setjast í helgan stein þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu evrópska knattspyrnusambandsins að telja honum hughvarf. Hinn 42 ára gamli Frisk tók á ákvörðun að hætta dómgæslustörfum eftir heiftarlega gagnrýni frá Jose Mourinho eftir leik Chelsea og Barcelona á Nou Camp í Meistaradeild Evrópu. Frisk og fjölskylda hans fékk að auki morðhótanir eftir frammistöðu sína og var honum þá nóg boðið. "Þessari ákvörðun verður ekki breytt," sagði Frisk. "Eftir Chelsea leikinn gerðust ljótir hlutir sem gerði það að verkum að ég sé enga ástæðu til að halda áfram." William Gaillard, talsmaður UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, sagði að ekki væri hægt að fetta fingur út í Mourinho vegna ákvörðunar Frisk. "Enginn hjá UEFA hefur tengt umsögn Mourinho við uppsögn Frisk," sagði Gaillard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×