Fleiri fréttir Gravesen til Real Danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Thomas Gravesen, gengur í raðir Real Madrid í dag eftir læknisskoðun. Everton er búið að samþykkja kauptilboð Madridinga í miðvallarleikmanninn sterka. Gravesen kostar 2,3 milljónir punda. 14.1.2005 00:01 Detroit hylli Grant Hill Í kvöld mun Detroit Pistons taka á móti Orlando Magic í The Palace í Auburn Hills í NBA-körfuboltanum. Viðureignin verður merkileg fyrir það leyti að Grant Hill hjá Orlando Magic, sem lék 6 tímabil með Pistons, olli töluverðu fjaðraþoki þegar hann fór þess á leit við forráðamenn Pistons að verða skipt frá liðinu. Þá hafði hann leikið með fjórum mismunandi þjálfurum, ótal leikmönnum og var orðinn langþreyttur á ástandinu. 14.1.2005 00:01 Goetschl sigraði í morgun Renate Goetschl frá Austurríki sigraði á heimsbikarmóti í risasvigi í Cortina d’Anpezzo á Ítalíu í morgun. Götschle varð átta hundraðshlutum úr sekúndu á undan Lindsay Kildow frá Bandaríkjunum. Silvia Berger frá Austurríki varð þriðja. 14.1.2005 00:01 Tap fyrir Mexíkóum í íshokkíinu Íslenska landsliðið í ísknatteik ungmenna 20 ára og yngri tapaði í nótt fyrir Mexíkóum 10-4 í 3. deild heimsmeistaramótsins en leikið er í Mexíkó. Íslendingar hafa leikið þrjá leiki til þessa í deildinni, unnið tvo en tapað einum. 14.1.2005 00:01 Hin 15 ára Wie á 75 höggum Hin 15 ára Michelle Wie lék á 75 höggum, fimm yfir pari, á fyrsta degi Sony-mótsins í bandarísku mótaröðinni í golfi. Wie er í 120. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Wie var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á sama móti í fyrra. 14.1.2005 00:01 Jol og Gerrard bestir í desember Martin Jol, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hefur verið valinn stjóri mánaðarins í deildinni fyrir desembermánuð og leikmaður mánaðarins er fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard. Martin Jol stýrði liði sínu til sigurs í 4 af 5 leikjum í mánuðinum og halaði inn 13 stig af 15 mögulegum. 14.1.2005 00:01 Ísland tapaði fyrir Frökkum Íslenska karlahandboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum í kvöld, 30-26, á æfingaleik á Spáni. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Frakka. Nýjasta stjarna okkar Íslendinga, línumaðurinn Róbert Gunnarsson hélt áfram sínu striki og var markahæstur með 6 mörk. Næstur á eftir honum kom Haukamaðurinn Vignir Svavarsson með 5 mörk. 14.1.2005 00:01 Bryant sneri ökkla Körfuboltasnillingurinn Kobe Bryant seri sig á ökkla í leik með Los Angeles Lakers í bandaríska NBA körfuboltanum síðustu nótt og lítur út fyrir að hann verði lengi frá. Atvikið átti sér stað í leik gegn Cleveland Cavaliers í gær fimmtudagskvöld og í dag tilkynnti félagið að meiðslin væru alvarleg. 14.1.2005 00:01 Garcia sendir Viggó tóninn Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Þetta kom fram í viðtali við Garcia í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi. 13.1.2005 00:01 Mutu semur við Juventus Rúmsneki landsliðsmaðurinn Adrian Mutu, sem rekinn var frá Chelsea í haust vegna kókaínsneyslu, skrifaði í gær undir fimm ára samning við Juventus á Ítalíu. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann, verður löglegur með Juventus 18. maí. 13.1.2005 00:01 Bilbao og Betis áfram í bikarnum Atletic Bilbao sigraði Lanzarote 3-1 í 16 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Elche vann Numancia 1-0, Real Betis lagði Mirandes 3-1, Osasuna bar sigurorð af Getafe 2-0 og Atletico Madrid vann Lorca 3-1. 13.1.2005 00:01 Jazz vann Suns og Spurs Þó svo að Utah Jazz hafi ekki fláð feitan gölt í NBA-körfuboltanum í vetur, þá tókst liðinu að leggja San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli í vikunni en liðin tvö eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. 13.1.2005 00:01 Fyrrum leikmaður New Jersey í CBA Jayson Williams, sem lék með New Jersey Nets í NBA-boltanum en þurfti frá að hverfa vegna hnémeiðsla, skrifaði undir samning við CBA-liðið Idaho Stampede og mun leika sinn fyrsta leik á miðvikudaginn kemur. 13.1.2005 00:01 Bolton á eftir Amdy Faye Sam Allardyce hjá Bolton hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að klófesta Senegalann Amdy Faye frá Portsmouth. 13.1.2005 00:01 Giggs með gegn Liverpool á morgun Ryan Giggs snýr aftur á leikvöllinn með félögum sínum í Manchester United þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield Road á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 13.1.2005 00:01 Skíðamaður féll á lyfjaprófi Austuríski skíðamaðurinn Hans Knauss á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. 13.1.2005 00:01 Hollendingar í svörtu og hvítu Hollenska landsliðið í knattspyrnu mun klæðast svörtum og hvítum búningum en ekki hinum hefðbundnu appelsínugulu í vináttulandsleik við Englendinga á Villa Park í Englandi í næsta mánuði. Með þessu vilja hollensk knattspyrnuyfirvöld sýna franska landsliðsmanninum Thierry Henry stuðning en hann hefur hafið sókn gegn kynþáttahatri í knattspyrnu. 13.1.2005 00:01 Morientes skrifaði undir í dag Nú rétt fyrir fimm skrifaði Fernando Morientes undir þriggja og hálfs árs samning við enska stórliðið Liverpool. Morientes flaug í gegnum læknisskoðun í morgun og skrifaði í kjölfarið undir samninginn. Ian Cotton, talsmaður Liverpool, sagði í dag: "Fernando Morientes er nú formlega orðinn leikmaður Liverpool og mun hann verða tilkynntur á blaðamannafundi á morgun". 13.1.2005 00:01 Portillo í stað Morientes Real Madrid hefur kallað Javier Portillo til baka úr láni frá Fiorentina til að fylla skarð Fernando Morientes. Portillo, sem fór til ítalska liðsins í sumar, mun því fara í harða keppni við ekki ómerkari menn en Ronaldo Raul Gonzales og Michael Owen og byrjar samkeppnin strax því Real Maddrid leikur gegn Real Zaragoza á Santiago Bernabeu á sunnudaginn. 13.1.2005 00:01 Red Bull ráða tæknilegan ráðgjafa Nýja liðið í Formúla 1, Red Bull Racing, réði í dag Gunther Steiner sem tæknilegan ráðgjafa hjá liðinu. Steiner, sem er 39 ára gamall Ítali, kemur í stað David Pitchforth sem var rekinn á föstudaginn. Steiner var áður hjá Opel Motorsport þar sem hann var einnig tæknilegur ráðgjafi. 13.1.2005 00:01 Keflvíkingar töpuðu í Sviss Keflavík beið lægri hlut gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 103-95, í fyrri viðureign liðana í fyrstu umferð úrslitakeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik, en staðan í hálfleik var 54-47, heimamönnum í vil. Möguleikar Keflvíkinga verða að teljast góðir fyrir seinni leikinn sem fram fer eftir viku. 13.1.2005 00:01 Garcia fær að skýra mál sitt "Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. 13.1.2005 00:01 Hef trú á mér og strákunum Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram 13.1.2005 00:01 Keflavík tapaði gegn Fribourg Keflavík lék sinn fyrsta leik í úrslitum bikarkeppni Evrópu í kvöld þegar liðið sótti Benetton Fribourg Olympic frá Svisslandi heim. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 35-21. 13.1.2005 00:01 Randy Moss sektaður um 10,000 dali Randy Moss, leikmaður Minnesota Vikings í NFL deildinni í ameríska fótboltanum, var í dag sektaður um 10,000 dollara af NFL deildinni fyrir að þykjast girða niðrum sig buxurnar og sýna á sér óæðri endann í átt að aðdáendum Green Bay Packers er hann fagnaði snertimarki sínu í leik liðana um síðustu helgi. 13.1.2005 00:01 Intersportdeildin í kvöld Í kvöld fóru fimm leikir fram í Intersport deildinni í körfuknattleik karla. Skallagrímur lág fyrir KR 107-93 í Borgarnesi, Fjölnir vann KFÍ auðveldlega 122-83, Hamar/Selfoss sigraði Grindavík 106-97, Tindastóll lagði Hauka 79-74 fyrir norðan og ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvíkinga 91-87 í Njarðvík. 13.1.2005 00:01 Morientes til Liverpool Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Morientes er genginn til liðs við Liverpool. Talsmaður Real Madrid staðfesti í hádeginu að félagið hefði tekið 6,3 milljóna punda tilboði Liverpool. Kaupverðið í íslenskum krónum er 746 milljónir. Morientes kemur til með að skrifa undir fjögurra ára samning við Liverpool og ætti að vera löglegur með liðinu um helgina gegn Manchester United. 12.1.2005 00:01 Ítalir vilja EM 2012 Ítalir ætla að sækja um að halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 2012. Ákvörðun um hvar keppnin verður haldin það ár verður tekin í desember á næsta ári. Grikkir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að sækjast eftir því að halda keppnina. 12.1.2005 00:01 Thomas Gravesen til Real Madrid Real Madrid í spænska boltanum mun ganga frá samningi við Thomas Gravesen hjá Everton, samkvæmt nýjustu fregnum frá Spáni. 12.1.2005 00:01 Kanadamenn fá vikufrest Alþjóðasundsambandið hefur gefið kanadískum mótshöldurum frest til 18. janúar til þess að leggja fram viðeigandi tryggingar vegna heimsmeistaramótsins í sundi í sumar. Mótið er fyrirhugað 17.-31. júlí en mótshöldurum hefur bæði gengið illa að selja aðgöngumiða og útvega fjársterka bakhjarla. 12.1.2005 00:01 Pedersen á leið frá Bolton? Daninn Henrik Pedersen hjá Bolton var settur á lista yfir leikmenn sem verður skipt út, aðeins 5 vikum eftir að samningur hans við félagið var framlengdur. 12.1.2005 00:01 Kylfusveinn Vijay Singh ósáttur Það er ekki tekið út með sældinni að vera kylfusveinn hjá einum besta golfara heimsins. 12.1.2005 00:01 Átta á vetrarólympíuhátíð æskunnar Átta Íslendingar taka þátt í vetrarólympíuhátíð æskunnar sem verður í Monthey í Sviss 22.-29. janúar. Álfheiður Björgvinsdóttir, Agla Björnsdóttir, Salóme Tómasdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson, Þorsteinn Ingason og Jón Viðar Þorvaldsson keppa í alpagreinum og þeir Arnar Björgvinsson og Sævar Birgisson í skíðagöngu. Vetrarólympíuhátíðin er nú haldin í sjöunda sinn. 12.1.2005 00:01 Tveir létust í Dakarrallinu Tveir keppendur í Dakar-mótórhjólarallakstrinum í Afríku létu lífið á fyrstu tveimur dögum keppninnar. 12.1.2005 00:01 Phoenix á siglingu Phoenix vann einn eina ferðina, en í gærkvöldi var Miami fórnarlambið og úrslitin 122-107. Amare Stoudamire skoraði 34 stig fyrir sigurliðið og Shawn Marion 26. Shaquille O´Neal og Dwane Wade skoruðu samtals 57 stig fyrir Miami, Shaq 34 og Wade 23. 12.1.2005 00:01 Montoya varar Raikkonen við Ökumaðurinn Juan Pablo Montoya í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur lofað félaga sínum hjá McLaren, Kimi Raikkonen, að hann muni veita honum harða keppni í vetur. 12.1.2005 00:01 Kraftlyftingasambandið 20 ára Í ár heldur íslenska kraftlyftingasambandið upp á 20 ára afmælið sitt sem og keppnina Sterkasti maður Íslands. 12.1.2005 00:01 Gravesen orðaður við Real Madrid Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen er líklega á leiðinni til Real Madrid. Umboðsmaður hans, gamli fótboltakappinn John Sivebæk, er á Spáni til viðræðna við forystumenn Real. 12.1.2005 00:01 Jefferson meiddur út tímabilið Lið New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum varð fyrir áfalli í leik gegn núverandi meistara, Detroit Pistons, þegar Richard Jefferson, stigahæsti maður liðsins, meiddist á úlnlið. 12.1.2005 00:01 Sonck til Borussia Mönchengladbach Belgíski landsliðsmaðurinn Wesley Sonck er genginn til liðs við Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi. Sonck skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Gladbach sem borgaði 330 milljónir króna fyrir Belgann. Sonck lék 34 deildarleiki fyrir Ajax og skoraði 10 mörk. 12.1.2005 00:01 Eiður í byrjunarliðinu gegn Man U Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Man Utd í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Þá eru 4 leikir á dagskrá ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld og er tveimur þeirra lokið. 12.1.2005 00:01 Markalaust hjá Chelsea og Man Utd Chelsea og Man Utd gerðu markalaust jafntefli í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í hálfleik fyrir Didier Drogba. Liðin eigast við að nýju eftir 2 vikur. 12.1.2005 00:01 Inter og AC unnu á Ítalíu 4 leikir fóru fram í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Parma steinlá á heimavelli fyrir Fiorentina, 0-3, Inter Milan átti enn eina endurkomuna á lokamínútunum þegar liðið sigraði Bologna 1-3 á útivelli. Inter lenti undir í fyrri hálfleik en Obafemi Martins skoraði þrennu í síðari hálfleik. AC Milan lagði Palermo 2 - 0. 12.1.2005 00:01 Óvíst með Veigar Óvíst er hvort Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður hjá norska liðinu Stabæk, verði áfram hjá liðinu. Veigar á eftir tvö ár hjá Stabæk sem féll í aðra deild á síðasta tímabili. Hugsanlegt er að hann fari til liðs í Belgíu en það ætti að koma í ljós í lok mánaðarins. 11.1.2005 00:01 Óvíst með vináttuleik Ekki lítur vel út með að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leiki vináttuleik 9. febrúar næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið boð frá Asíu og Suður-Ameríku en það er ekki talinn fýsilegur kostur vegna fjarlægðarinnar. 11.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gravesen til Real Danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Thomas Gravesen, gengur í raðir Real Madrid í dag eftir læknisskoðun. Everton er búið að samþykkja kauptilboð Madridinga í miðvallarleikmanninn sterka. Gravesen kostar 2,3 milljónir punda. 14.1.2005 00:01
Detroit hylli Grant Hill Í kvöld mun Detroit Pistons taka á móti Orlando Magic í The Palace í Auburn Hills í NBA-körfuboltanum. Viðureignin verður merkileg fyrir það leyti að Grant Hill hjá Orlando Magic, sem lék 6 tímabil með Pistons, olli töluverðu fjaðraþoki þegar hann fór þess á leit við forráðamenn Pistons að verða skipt frá liðinu. Þá hafði hann leikið með fjórum mismunandi þjálfurum, ótal leikmönnum og var orðinn langþreyttur á ástandinu. 14.1.2005 00:01
Goetschl sigraði í morgun Renate Goetschl frá Austurríki sigraði á heimsbikarmóti í risasvigi í Cortina d’Anpezzo á Ítalíu í morgun. Götschle varð átta hundraðshlutum úr sekúndu á undan Lindsay Kildow frá Bandaríkjunum. Silvia Berger frá Austurríki varð þriðja. 14.1.2005 00:01
Tap fyrir Mexíkóum í íshokkíinu Íslenska landsliðið í ísknatteik ungmenna 20 ára og yngri tapaði í nótt fyrir Mexíkóum 10-4 í 3. deild heimsmeistaramótsins en leikið er í Mexíkó. Íslendingar hafa leikið þrjá leiki til þessa í deildinni, unnið tvo en tapað einum. 14.1.2005 00:01
Hin 15 ára Wie á 75 höggum Hin 15 ára Michelle Wie lék á 75 höggum, fimm yfir pari, á fyrsta degi Sony-mótsins í bandarísku mótaröðinni í golfi. Wie er í 120. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Wie var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á sama móti í fyrra. 14.1.2005 00:01
Jol og Gerrard bestir í desember Martin Jol, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hefur verið valinn stjóri mánaðarins í deildinni fyrir desembermánuð og leikmaður mánaðarins er fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard. Martin Jol stýrði liði sínu til sigurs í 4 af 5 leikjum í mánuðinum og halaði inn 13 stig af 15 mögulegum. 14.1.2005 00:01
Ísland tapaði fyrir Frökkum Íslenska karlahandboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum í kvöld, 30-26, á æfingaleik á Spáni. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Frakka. Nýjasta stjarna okkar Íslendinga, línumaðurinn Róbert Gunnarsson hélt áfram sínu striki og var markahæstur með 6 mörk. Næstur á eftir honum kom Haukamaðurinn Vignir Svavarsson með 5 mörk. 14.1.2005 00:01
Bryant sneri ökkla Körfuboltasnillingurinn Kobe Bryant seri sig á ökkla í leik með Los Angeles Lakers í bandaríska NBA körfuboltanum síðustu nótt og lítur út fyrir að hann verði lengi frá. Atvikið átti sér stað í leik gegn Cleveland Cavaliers í gær fimmtudagskvöld og í dag tilkynnti félagið að meiðslin væru alvarleg. 14.1.2005 00:01
Garcia sendir Viggó tóninn Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Þetta kom fram í viðtali við Garcia í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi. 13.1.2005 00:01
Mutu semur við Juventus Rúmsneki landsliðsmaðurinn Adrian Mutu, sem rekinn var frá Chelsea í haust vegna kókaínsneyslu, skrifaði í gær undir fimm ára samning við Juventus á Ítalíu. Mutu, sem dæmdur var í sjö mánaða keppnisbann, verður löglegur með Juventus 18. maí. 13.1.2005 00:01
Bilbao og Betis áfram í bikarnum Atletic Bilbao sigraði Lanzarote 3-1 í 16 liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Elche vann Numancia 1-0, Real Betis lagði Mirandes 3-1, Osasuna bar sigurorð af Getafe 2-0 og Atletico Madrid vann Lorca 3-1. 13.1.2005 00:01
Jazz vann Suns og Spurs Þó svo að Utah Jazz hafi ekki fláð feitan gölt í NBA-körfuboltanum í vetur, þá tókst liðinu að leggja San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli í vikunni en liðin tvö eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. 13.1.2005 00:01
Fyrrum leikmaður New Jersey í CBA Jayson Williams, sem lék með New Jersey Nets í NBA-boltanum en þurfti frá að hverfa vegna hnémeiðsla, skrifaði undir samning við CBA-liðið Idaho Stampede og mun leika sinn fyrsta leik á miðvikudaginn kemur. 13.1.2005 00:01
Bolton á eftir Amdy Faye Sam Allardyce hjá Bolton hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að klófesta Senegalann Amdy Faye frá Portsmouth. 13.1.2005 00:01
Giggs með gegn Liverpool á morgun Ryan Giggs snýr aftur á leikvöllinn með félögum sínum í Manchester United þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield Road á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 13.1.2005 00:01
Skíðamaður féll á lyfjaprófi Austuríski skíðamaðurinn Hans Knauss á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. 13.1.2005 00:01
Hollendingar í svörtu og hvítu Hollenska landsliðið í knattspyrnu mun klæðast svörtum og hvítum búningum en ekki hinum hefðbundnu appelsínugulu í vináttulandsleik við Englendinga á Villa Park í Englandi í næsta mánuði. Með þessu vilja hollensk knattspyrnuyfirvöld sýna franska landsliðsmanninum Thierry Henry stuðning en hann hefur hafið sókn gegn kynþáttahatri í knattspyrnu. 13.1.2005 00:01
Morientes skrifaði undir í dag Nú rétt fyrir fimm skrifaði Fernando Morientes undir þriggja og hálfs árs samning við enska stórliðið Liverpool. Morientes flaug í gegnum læknisskoðun í morgun og skrifaði í kjölfarið undir samninginn. Ian Cotton, talsmaður Liverpool, sagði í dag: "Fernando Morientes er nú formlega orðinn leikmaður Liverpool og mun hann verða tilkynntur á blaðamannafundi á morgun". 13.1.2005 00:01
Portillo í stað Morientes Real Madrid hefur kallað Javier Portillo til baka úr láni frá Fiorentina til að fylla skarð Fernando Morientes. Portillo, sem fór til ítalska liðsins í sumar, mun því fara í harða keppni við ekki ómerkari menn en Ronaldo Raul Gonzales og Michael Owen og byrjar samkeppnin strax því Real Maddrid leikur gegn Real Zaragoza á Santiago Bernabeu á sunnudaginn. 13.1.2005 00:01
Red Bull ráða tæknilegan ráðgjafa Nýja liðið í Formúla 1, Red Bull Racing, réði í dag Gunther Steiner sem tæknilegan ráðgjafa hjá liðinu. Steiner, sem er 39 ára gamall Ítali, kemur í stað David Pitchforth sem var rekinn á föstudaginn. Steiner var áður hjá Opel Motorsport þar sem hann var einnig tæknilegur ráðgjafi. 13.1.2005 00:01
Keflvíkingar töpuðu í Sviss Keflavík beið lægri hlut gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 103-95, í fyrri viðureign liðana í fyrstu umferð úrslitakeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik, en staðan í hálfleik var 54-47, heimamönnum í vil. Möguleikar Keflvíkinga verða að teljast góðir fyrir seinni leikinn sem fram fer eftir viku. 13.1.2005 00:01
Garcia fær að skýra mál sitt "Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. 13.1.2005 00:01
Hef trú á mér og strákunum Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram 13.1.2005 00:01
Keflavík tapaði gegn Fribourg Keflavík lék sinn fyrsta leik í úrslitum bikarkeppni Evrópu í kvöld þegar liðið sótti Benetton Fribourg Olympic frá Svisslandi heim. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 35-21. 13.1.2005 00:01
Randy Moss sektaður um 10,000 dali Randy Moss, leikmaður Minnesota Vikings í NFL deildinni í ameríska fótboltanum, var í dag sektaður um 10,000 dollara af NFL deildinni fyrir að þykjast girða niðrum sig buxurnar og sýna á sér óæðri endann í átt að aðdáendum Green Bay Packers er hann fagnaði snertimarki sínu í leik liðana um síðustu helgi. 13.1.2005 00:01
Intersportdeildin í kvöld Í kvöld fóru fimm leikir fram í Intersport deildinni í körfuknattleik karla. Skallagrímur lág fyrir KR 107-93 í Borgarnesi, Fjölnir vann KFÍ auðveldlega 122-83, Hamar/Selfoss sigraði Grindavík 106-97, Tindastóll lagði Hauka 79-74 fyrir norðan og ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvíkinga 91-87 í Njarðvík. 13.1.2005 00:01
Morientes til Liverpool Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Morientes er genginn til liðs við Liverpool. Talsmaður Real Madrid staðfesti í hádeginu að félagið hefði tekið 6,3 milljóna punda tilboði Liverpool. Kaupverðið í íslenskum krónum er 746 milljónir. Morientes kemur til með að skrifa undir fjögurra ára samning við Liverpool og ætti að vera löglegur með liðinu um helgina gegn Manchester United. 12.1.2005 00:01
Ítalir vilja EM 2012 Ítalir ætla að sækja um að halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 2012. Ákvörðun um hvar keppnin verður haldin það ár verður tekin í desember á næsta ári. Grikkir hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að sækjast eftir því að halda keppnina. 12.1.2005 00:01
Thomas Gravesen til Real Madrid Real Madrid í spænska boltanum mun ganga frá samningi við Thomas Gravesen hjá Everton, samkvæmt nýjustu fregnum frá Spáni. 12.1.2005 00:01
Kanadamenn fá vikufrest Alþjóðasundsambandið hefur gefið kanadískum mótshöldurum frest til 18. janúar til þess að leggja fram viðeigandi tryggingar vegna heimsmeistaramótsins í sundi í sumar. Mótið er fyrirhugað 17.-31. júlí en mótshöldurum hefur bæði gengið illa að selja aðgöngumiða og útvega fjársterka bakhjarla. 12.1.2005 00:01
Pedersen á leið frá Bolton? Daninn Henrik Pedersen hjá Bolton var settur á lista yfir leikmenn sem verður skipt út, aðeins 5 vikum eftir að samningur hans við félagið var framlengdur. 12.1.2005 00:01
Kylfusveinn Vijay Singh ósáttur Það er ekki tekið út með sældinni að vera kylfusveinn hjá einum besta golfara heimsins. 12.1.2005 00:01
Átta á vetrarólympíuhátíð æskunnar Átta Íslendingar taka þátt í vetrarólympíuhátíð æskunnar sem verður í Monthey í Sviss 22.-29. janúar. Álfheiður Björgvinsdóttir, Agla Björnsdóttir, Salóme Tómasdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson, Þorsteinn Ingason og Jón Viðar Þorvaldsson keppa í alpagreinum og þeir Arnar Björgvinsson og Sævar Birgisson í skíðagöngu. Vetrarólympíuhátíðin er nú haldin í sjöunda sinn. 12.1.2005 00:01
Tveir létust í Dakarrallinu Tveir keppendur í Dakar-mótórhjólarallakstrinum í Afríku létu lífið á fyrstu tveimur dögum keppninnar. 12.1.2005 00:01
Phoenix á siglingu Phoenix vann einn eina ferðina, en í gærkvöldi var Miami fórnarlambið og úrslitin 122-107. Amare Stoudamire skoraði 34 stig fyrir sigurliðið og Shawn Marion 26. Shaquille O´Neal og Dwane Wade skoruðu samtals 57 stig fyrir Miami, Shaq 34 og Wade 23. 12.1.2005 00:01
Montoya varar Raikkonen við Ökumaðurinn Juan Pablo Montoya í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur lofað félaga sínum hjá McLaren, Kimi Raikkonen, að hann muni veita honum harða keppni í vetur. 12.1.2005 00:01
Kraftlyftingasambandið 20 ára Í ár heldur íslenska kraftlyftingasambandið upp á 20 ára afmælið sitt sem og keppnina Sterkasti maður Íslands. 12.1.2005 00:01
Gravesen orðaður við Real Madrid Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen er líklega á leiðinni til Real Madrid. Umboðsmaður hans, gamli fótboltakappinn John Sivebæk, er á Spáni til viðræðna við forystumenn Real. 12.1.2005 00:01
Jefferson meiddur út tímabilið Lið New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum varð fyrir áfalli í leik gegn núverandi meistara, Detroit Pistons, þegar Richard Jefferson, stigahæsti maður liðsins, meiddist á úlnlið. 12.1.2005 00:01
Sonck til Borussia Mönchengladbach Belgíski landsliðsmaðurinn Wesley Sonck er genginn til liðs við Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi. Sonck skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Gladbach sem borgaði 330 milljónir króna fyrir Belgann. Sonck lék 34 deildarleiki fyrir Ajax og skoraði 10 mörk. 12.1.2005 00:01
Eiður í byrjunarliðinu gegn Man U Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Man Utd í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Þá eru 4 leikir á dagskrá ítölsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld og er tveimur þeirra lokið. 12.1.2005 00:01
Markalaust hjá Chelsea og Man Utd Chelsea og Man Utd gerðu markalaust jafntefli í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í hálfleik fyrir Didier Drogba. Liðin eigast við að nýju eftir 2 vikur. 12.1.2005 00:01
Inter og AC unnu á Ítalíu 4 leikir fóru fram í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Parma steinlá á heimavelli fyrir Fiorentina, 0-3, Inter Milan átti enn eina endurkomuna á lokamínútunum þegar liðið sigraði Bologna 1-3 á útivelli. Inter lenti undir í fyrri hálfleik en Obafemi Martins skoraði þrennu í síðari hálfleik. AC Milan lagði Palermo 2 - 0. 12.1.2005 00:01
Óvíst með Veigar Óvíst er hvort Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrnumaður hjá norska liðinu Stabæk, verði áfram hjá liðinu. Veigar á eftir tvö ár hjá Stabæk sem féll í aðra deild á síðasta tímabili. Hugsanlegt er að hann fari til liðs í Belgíu en það ætti að koma í ljós í lok mánaðarins. 11.1.2005 00:01
Óvíst með vináttuleik Ekki lítur vel út með að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leiki vináttuleik 9. febrúar næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið boð frá Asíu og Suður-Ameríku en það er ekki talinn fýsilegur kostur vegna fjarlægðarinnar. 11.1.2005 00:01