Sport

Kylfusveinn Vijay Singh ósáttur

Það er ekki tekið út með sældinni að vera kylfusveinn hjá einum besta golfara heimsins. Þetta fullyrðir Dave Renwick sem hefur starfað sem kylfusveinn hjá Fiji-búanum Vijay Singh, sem er í efsta sæti heimslistans um þessar mundir. Renwick, sem er skoskur, er sagður hafa fengið 1 milljón dollara í laun á síðasta ári eða rúmlega 63 milljónir íslenskra króna. "Við erum ennþá ágætis vinir en þetta var enginn dans á rósum, þrátt fyrir að launin væru góð," sagði Renwick. "Eftir að metnaður Vijay jókst varð hann mjög harður húsbóndi. Þegar ég vaknaði á morgnana var ég mjög langt frá því að vera fullur tilhlökkunar að fara í vinnuna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×