Sport

Kanadamenn fá vikufrest

Alþjóðasundsambandið hefur gefið kanadískum mótshöldurum frest til 18. janúar til þess að leggja fram viðeigandi tryggingar vegna heimsmeistaramótsins í sundi í sumar. Mótið er fyrirhugað 17.-31. júlí en mótshöldurum hefur bæði gengið illa að selja aðgöngumiða og útvega fjársterka bakhjarla. Aðeins hefur tekist að afla fjögurra milljóna dollara af 12 frá fyrirtækjum og miðasalan gengur illa. Seldir hafa verið miðar fyrir 500 þúsund bandaríkjadali en ráð var fyrir gert að selja miða fyrir sex milljónir dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×