Fleiri fréttir

Watford heimsækir Liverpool

Watford, lið Heiðars Helgusonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, mætir Liverpool á Anfield í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í fótbolta. Heiðar hefur skorað grimmt fyrir Watford í 1. deildinni og liðið er til alls líklegt gegn Liverpool.

Lakers skellti Minnesota

Fimm leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Los Angeles Lakers skellti Minnesota Timberwolves á útivelli 105-96. Þetta var sjötta tap Minnesota í síðustu sjö leikjum. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers.

Tveir leikir í 1. deild kvenna

Tveir leikir eru í fyrstu deild kvenna í handknattleik í kvöld. FH tekur á móti ÍBV í Kaplakrika og Valur og Víkingur eigast við á Hlíðarenda.

Viggó í Olíssporti í kvöld

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, verður gestur Olíssports á Sýn í kvöld klukkan tíu. Landsliðið heldur utan á fimmtudag til Spánar þar sem þeir taka þátt í æfingamóti fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23.janúar.

Haukastúlkur til Keflavíkur

Tveir leikir eru í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík og Haukar mætast í Keflavík og KR og ÍS takast á í Vesturbænum. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.

Leikirnir hér heima í kvöld

Í kvöld er leikið í efstu deildum kvenna í handbolta og körfubolta. Í úrvalsdeild kvenna í handbolta mætast FH og ÍBV í Hafnarfirði og Valur og Víkingur á Hlíðarenda en báðir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni eru einnig tveir leikir hjá stelpunum þegar 12. umferð hefst. Botnlið KR stúlkna sem er enn án stiga fær ÍS í heimsókn og topplið Keflavíkur tekur á móti Haukum.

Vill meiri stuðning að heiman

"Í gegnum tíðina hefur það reynst mér þrautin þyngri að verða mér úti um styrktaraðila og oftast hef ég komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum fyrirtækjum," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari, en hún þarf líkt og flest annað íslenskt afreksfólk að leita dyrum og dyngjum að styrkjum og fjárframlögum.

Karfan: Dregið í undanúrslitin

Dregið var til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í dag. Fyrstu deildarlið Breiðabliks fær Njarðvíkinga í heimsókn í Smárann og Hamar/Selfoss mætir Fjölni fyrir austan. Í kvennaflokki leika bikarmeistarar Keflavíkur gegn Haukum á Ásvöllum og 2. deildarlið Laugdæla fær Grindavík í heimsókn.

Heiðar og Brynjar í byrjunarliðinu

Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson eru báðir í byrjnarliði Watford sem leikur nú gegn Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu á Anfield. Seinni hálfleikur var að hefjast og er staðan 0-0.

ÍBV og Valur sigruðu

ÍBV sigraði FH 29-37 í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld og söxuðu Eyjastúlkur með því á forskot Hauka á toppi deldarinnar í 2 stig. Valsstúlkur sigruðu Víking 28-21 og eru í 3. sæti með 14 stig, sex stigum á eftir ÍBV.

Keflavík taplausar á toppnum

Keflavík er enn taplaust og á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir sigur á Haukum í kvöld, 100-76. Á sama tíma tapaði KR fyrir ÍS 49-57 og eru Vesturbæjarstúlkur enn án stiga eftir 12 umferðir.

Liverpool vann Watford

Liverpool er komið áfram í ensku deildarbikarkeppninni eftir 1-0 sigur á Watford í kvöld. Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn með Watford og var Heiðar mjög nálægt því að skora í blálok leiksins. Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool á 56. mínútu.

Garcia kominn í leitirnar

Jaliesky Garcia, landsliðsmaður í handbolta, er kominn í leitirnar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, talaði við Garcia seint í gærkvöldi en þá var leikmaðurinn staddur á Púertó Ríkó. Ekkert hafði náðst í Garcia í nokkrar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Garcia fer ekki til Túnis

Jaliesky Garcia mun ekki fara með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM í Túnis sem hefst síðar í mánuðinum að sögn Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar nú fyrir stundu. Hugsanlegt er að Garcia hafi leikið sinn síðasta landsleik undir stjórn Viggós.

Megson tekur við Forest

Forráðamenn Nottingham Forest hafa staðfest að Gary Megson muni taka við knattspyrnustjórastöðu liðsins af Mick Harford.

Cesar til Liverpool?

Samningur þess efnis að Fernando Morientes, leikmaður Real Madrid, gangi til liðs við Liverpool er á lokastigi.

Framtíð Elber hjá Lyon í uppnámi

Framtíð brasilíska framherjans Giovane Elber hjá franska liðinu Lyon er í uppnámi vegna ökklaaðgerðar sem kappinn fór í án þess að ráðfæra sig við lækna félagsins.

Kobe-málið fer fram í Denver

Konan sem kærði Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum fyrir nauðgun mun ekki höfða einkamál á hendur Bryant í Kaliforníu.

Fyrrum þjálfari reiðist McGrady

Johnny Davis, sem þjálfaði Orlando Magic í NBA-körfuboltanum um nokkurra ára skeið, er ekki sáttur við ummæli Tracy McGrady sem féllu á dögunum.

Reshea Bristol á heimleið

Reshea Bristol, leikmaður Keflvíkinga í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik, heldur af landi brott á morgun og leikur ekki meira með Keflavík í vetur.

Njarðvík lagði Keflavík

Njarðvík lagði bikarmeistara Keflavíkur 88-85 í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi og fór fram á heimavelli bikarmeistarana. Anthony Lackey skoraði 30 stig og Brenton Birmingham 20 fyrir Njarðvíkinga.

Þorbjörn Atli í Fram

Knattspyrnumaðurinn Þorbjörn Atli Sveinsson er genginn aftur í raðir Framara eftir ársdvöl í Fylki. Hann lék 14 leiki í sumar og skoraði þrjú mörk fyrir Árbæjarliðið. Hann hefur leikið yfir 100 leiki með Fram í efstu deild.

Appleby varði titilinn

Ástralinn Stuart Appleby varði titil sinn á Mercedes-meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsta PGA-mót árins í bandarísku mótaröðinni en leikið var á Kapalua-vellinum á Hawaii. Appleby lék á 67 höggum í gærkvöldi og samtals á 21 höggi undir pari.

Forysta Barcelona komin í sjö stig

Forysta Barcelona í spænsku fyrstu deildinni í fótbolta er komin niður í sjö stig eftir að liðið steinlá 3-0 gegn Villareal í gærkvöldi. Diego Forlan skoraði tvö mörk fyrir Villareal sem er í áttunda sæti. Real Madrid og Valencia eru í öðru sæti með 35 stig.

Skoruðu þrjú mörk í uppbótartíma

Forysta Juventus er aftur kominn í fjögur stig í ítölsku deildinni eftir að Juve bar sigurorð af Livorno 4-2 en AC Milan gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Palermo. Inter tryggði sér sigur gegn Sampdoria með því að skora þrjú mörk í uppbótartíma.

Degið í bikarnum í dag

Dregið verður í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Newcastle og Arsenal komust áfram í gær. Newcastle vann utandeildarliðið Yeading 2-0 og Arsenal marði sigur á Stoke City 2-1 á Highbury.

Megson til Nottingham Forest

Gary Megson var í dag ráðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest í ensku fyrstu deildinni í fótbolta. Megson lét af störfum hjá WBA fyrir nokkrum vikum.

Rannver til Slavíu Prag

Rannver Sigurjónsson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, er við æfingar hjá tékkneska liðinu Slavíu Prag og verður þar næstu vikurnar. Rannver er tvítugur sóknarmaður og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.

Kjartan framlengir hjá Fylki

Kjartan Ágúst Breiðdal hefur framlengt samning sinn við Fylki. Kjartan skrifaði undir þriggja ára samning en hann er einn af efnilegustu leikmönnum félagsins.

Hrafnhildur með þrjú í sigurleik

Hrafnhildur Skúladóttir landsliðskona skoraði þrjú mörk fyrir danska liðið Århus í gær þegar liðið lagði Neustadt frá Austurríki að velli 29-24 í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Danmörku.

Phoenix burstaði Indiana

Phoenix Suns burstaði Indiana Pacers 124-89 í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Þetta var 30. sigur Phoenix í vetur en liðið hefur aðeins tapað fjórum leikjum.

Sigurganga Valencia heldur áfram

Valencia hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði granna sína Levante, 2-1. Ruben Baraja og Miguel Mista skoruðu mörk Valencia en sigurmark Mista var mjög umdeilt og allt var við það að sjóða upp úr á Mestalla-leikvanginum, en Valencia er nú í 2. sæti.

Hátterni Di Canios rannsakað

Ítalska lögreglan rannsakar hátterni Paolos Di Canios, leikmanns Lazio, eftir að hann skoraði gegn Roma í grannaslag síðastliðinn fimmtudag. Di Canio er gefið að sök að hafa fagnað markinu með fasistakveðju, með því að lyfta hægri handlegg. Lazio var á sínum tíma eftirlætislið Benitos Mussolinis, einræðisherra Ítalíu.

Singh hefur enn forystu

Fídjieyingurinn Vijay Singh er enn efstur á fyrsta móti ársins á bandarísku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Hawaii. Eftir þrjá hringi er Singh á 19 höggum undir pari en Jonathan Kaye og Ernie Els eru skammt undan. Kaye er á 18 undir pari en Els er á 17 undir pari.

Guðlaugur hættur hjá Grindavík

Körfuboltalið Grindavíkur varð fyrir enn einu áfallinu þegar stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með liðinu. Brotthvaf hans kemur í kjölfar þess að Grindavík ákvað að bæta við þriðja Bandaríkjamanninum eftir að Darrel Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt.

Svavar frá næstu vikurnar

Svavar Vignisson, línumaðurinn sterki hjá handknattleiksliði ÍBV, ristarbrotnaði á æfingu og verður frá næstu vikurnar. Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar og tryggði sér sæti í úrvalsdeild DHL-deildarinnar.

Settu Íslandsmet á meistaramóti

Karlasveit Sundfélagsins Ægis bætti eigið Íslandsmet i 4x50 m fjórsundi á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi sem fram fer um helgina í Laugardalslaug. Sveitin synti á tímanum 1:47, 94 og bætti metið um hálfa sekúndu. Sveitina skipuðu Kjartan Hrafnkelsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Jón Símon Gíslason og Árni Már Árnason.

Jets sigraði Chargers

New York Jets stal senunni á laugardag þegar fyrstu leikirnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar fóru fram. Jets gerði sér lítið fyrir og sigraði San Diego Chargers á útivelli, 20-17, í framlengdum leik. Doug Brien sparkaði sigurmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni.

Singh leiðir á Hawaii

Það verður ekki auðvelt fyrir Tiger Woods að fylgja Vijay Singh eftir þrátt fyrir gott gengi hans að undanförnu en Singh leiðir nú Mercedes mótið á Hawaii á nítján undir pari en næstir honum, höggi á eftir, kemur Jonathan Kaye frá Bandaríkjunum

Maradona á safn

Diego Maradona mun, þrátt fyrir offitu, lyfjavandamál og hjartaflökt, leika sinn síðasta knattspyrnuleik í október næstkomandi og mun leikurinn fara fram á þeim velli sem Maradona naut hvað mestrar virðingar á ferlinum; í Napoli. Þetta ákvað kappinn um jólin og vill hann þannig þakka aðdáendum sínum stuðninginn á fyrri árum.

Heimtufrekja í Brasilíu

Mario Sergio, yfirmaður knattspyrnumála hjá einu stærsta félagsliði Brasilíu, Gremio, kvartar sáran yfir því hversu dýrir á fóðrum þarlendir knattspyrnumenn eru orðnir og segir næsta ómögulegt að verða sér úti um nýja leikmenn án þess að greiða fádæma fúlgur fyrir.

Arsenal og Newcastle skriðu áfram

Arsenal og Newcastle tryggðu sér í gær sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Ekki var búist við því fyrirfram að liðin tvö myndu lenda í verulegum vandræðum með andstæðinga sína en annað kom á daginn. Bæði lið lentu í basli en höfðu að lokum sigur.

Stjarnan komst áfram

Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila.

Garcia enn ófundinn

Forysta Handknattleikssambands Íslands og landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson munu taka ákvörðun, um hvort stórskyttan Jaliesky Garcia verði í landsliðshópnum sem fer á heimsmeistaramótið í Túnis, í dag. Garcia hefur ekkert látið í sér heyra frá því að hann fór til Kúbu til að vera viðstaddur jarðarför föður síns á milli jóla og nýárs og sagði Viggó í samtali við Fréttablaðið í gær að framkoma Garcia væri furðuleg.

Viggó ánægður með Petersson

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með Alexander Petersson í frumraun hans með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Svíum í síðustu viku. Viggó sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að innkoma Peterssons í landsliðið hefði verið mjög jákvæð.

Sjá næstu 50 fréttir