Sport

Markalaust hjá Chelsea og Man Utd

Chelsea og Man Utd gerðu markalaust jafntefli í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í hálfleik fyrir Didier Drogba. Eiður skoraði mark á 30. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Liðin eigast við að nýju eftir 2 vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×