Sport

Red Bull ráða tæknilegan ráðgjafa

Nýja liðið í Formúla 1, Red Bull Racing, réði í dag Gunther Steiner sem tæknilegan ráðgjafa hjá liðinu. Steiner, sem er 39 ára gamall Ítali, kemur í stað David Pitchforth sem var rekinn á föstudaginn. Steiner var áður hjá Opel Motorsport þar sem hann var einnig tæknilegur ráðgjafi. Red Bull, sem tók yfir Jaguar liðinu í formúlunni, mun kynna nýjan keppnisbíl fyrir 2005 tímabilið í Melbourne Ástralíu, áður en tímabilið hefst í mars. Þá á Red Bull ennþá eftir að velja á milli Christian Klien og Vitantonio Liuzzi til að vera annar ökumaður hjá liðinu, en fyrrum McLaren ökumaðurinn David Coulthard hefur verið ráðinn númer eitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×