Sport

Intersportdeildin í kvöld

Í kvöld fóru fimm leikir fram í Intersport deildinni í körfuknattleik karla. Skallagrímur lág fyrir KR, 107-93, í Borgarnesi, Fjölnir vann KFÍ auðveldlega 122-83, Hamar/Selfoss sigraði Grindavík 106-97, Tindastóll lagði Hauka 79-74 fyrir norðan og ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvíkinga 91-87 í Njarðvík. Eftir leiki kvöldsins eru þrjú lið efst og jöfn með 18 stig, Snæfell, Keflavík og Njarðvík en Fjölnir og Skallagrímur hafa 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×