Sport

Giggs með gegn Liverpool á morgun

Ryan Giggs snýr aftur á leikvöllinn með félögum sínum í Manchester United þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield Road á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Giggs varð fyrir meiðslum á fæti þegar United mætti Tottenham fyrir rúmri viku. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, sagði Giggs hafa æft með liðinu í fyrradag og hann vænti þess að vera tilbúinn gegn Liverpool. Þá mun varnarjaxlinn Rio Ferdinand einnig leika með liðinu á ný eftir að hafa misst af tveimur leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×