Sport

Gravesen orðaður við Real Madrid

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Gravesen er líklega á leiðinni til Real Madrid. Umboðsmaður hans, gamli fótboltakappinn John Sivebæk, er á Spáni til viðræðna við forystumenn Real. Talið er að Real Madrid verði að nota 3 milljónir af þeim 6,3 milljónum punda sem félagið fær frá Liverpool fyrir Morientes til að greiða fyrir Gravesen. Everton þarf þá að fylla skarð Gravesens og þar kemur Frakkinn Oliver Dacourt hjá Roma til greina en hann lék eina leiktíð með Everton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×