Sport

Skíðamaður féll á lyfjaprófi

Austuríski skíðamaðurinn Hans Knauss á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Steralyfið nandrolone fannst í blóði hans. Knauss, sem er 33 ára, segist saklaus af þessum ásökunum. "Ég hef aldrei tekið inn lyf og mun aldrei gera það. Ég er sanngjarn íþróttamaður," sagði Knauss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×