Sport

Hin 15 ára Wie á 75 höggum

Hin 15 ára Michelle Wie lék á 75 höggum, fimm yfir pari, á fyrsta degi Sony-mótsins í bandarísku mótaröðinni í golfi. Wie er í 120. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Wie var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á sama móti í fyrra. Bandaríkjamennirnir Brett Quigley, Stewart Cink, Tom Byrum og Hank Kuehne léku best allra á 66 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Vijay Singh lék á 69 höggum og Ernie Els á 71.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×