Sport

Pedersen á leið frá Bolton?

Daninn Henrik Pedersen hjá Bolton var settur á lista yfir leikmenn sem verður skipt út, aðeins 5 vikum eftir að samningur hans við félagið var framlengdur. Pedersen, sem hefur skorað 9 mörk hjá Bolton, var vonsvikinn með ákvörðun félagsins. "Það er sérstaklega svekkjandi að heyra að liðið vilji selja mig eftir svona gott tímabil," sagði Pedersen. "Ég mun halda áfram að skora til að sýna það í verki að ég vilji vera áfram hér." Sjö aðrir leikmenn eru á listanum og samkvæmt Phil Brown, aðstoðarframkvæmdastjóra Bolton, má búast við miklum breytingum áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×