Sport

Bolton á eftir Amdy Faye

Sam Allardyce hjá Bolton hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á að klófesta Senegalann Amdy Faye frá Portsmouth. Faye, sem er 27 ára gamall, var nálægt því að ganga til liðs við Aston Villa en liðin tvö náðu ekki samkomulagi og því féll samningurinn um sjálfan sig. Willie Mackay, umboðsmaður Faye, sagði kappann tilbúinn að semja á sínum eigin forsendum. "Það þýðir þó ekki að hann sé tilbúinn að segja skilið við Portsmouth," sagði Mackay.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×