Sport

Hollendingar í svörtu og hvítu

Hollenska landsliðið í knattspyrnu mun klæðast svörtum og hvítum búningum en ekki hinum hefðbundnu appelsínugulu í vináttulandsleik við Englendinga á Villa Park í Englandi í næsta mánuði. Með þessu vilja hollensk knattspyrnuyfirvöld sýna franska landsliðsmanninum Thierry Henry stuðning en hann hefur hafið sókn gegn kynþáttahatri í knattspyrnu. Henry hrinti átakinu af stað í kjölfar þess að nokkur kynþáttamál komu upp í knattspyrnunni á skömmum tíma. Meðal þeirra voru ummæli Luis Aragones, landsliðsþjálfara Spánar, en hann kallaði Henry svartan djöful á æfingu spænska landsliðsins. Þá létu spænskir áhorfendur dólgslega gagnvart þeldökkum leikmönnum Englands í viðureign Englendinga og Spánverja seint á síðasta ári. Meðal þeirra sem styðja verkefni Henrys eru Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy og Brasilíumennirnir Ronaldinho, Roberto Carlos og Adriano.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×