Sport

Jefferson meiddur út tímabilið

Lið New Jersey Nets í NBA-körfuboltanum varð fyrir áfalli í leik gegn núverandi meistara, Detroit Pistons, þegar Richard Jefferson, stigahæsti maður liðsins, meiddist á úlnlið. Chauncey Billups, leikmaður Pistons, braut á Jefferson í gegnumbroti og rannsókn leiddi í ljós að liðband hafði rifnað. Jefferson mun ekki verða leikfær á ný fyrr en í maí og gæti því leiktíðin verið fyrir bí fyrir kappann ef Nets nælir sér ekki í sæti í úrslitum. "Við ætlum að vinna án Richards, við verðum bara að læra hvernig við förum að því," sagði Lawrence Frank, þjálfari Nets. "Þetta er áskorun fyrir okkur og nýtt tækifæri fyrir okkur sem lið." Jason Kidd, leikstjórnandi Nets, tók í sama streng og sagði að allir leikmenn liðsins þyrftu að leggjast á eitt. "Eins mikið og við þurfum á Jefferson að halda á vellinum þurfa allir að taka sig saman og leggja sig fram," sagði Kidd. New Jersey Nets er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið 12 leiki af 34.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×