Sport

Randy Moss sektaður um 10,000 dali

Randy Moss, leikmaður Minnesota Vikings í NFL deildinni í ameríska fótboltanum, var í dag sektaður um 10,000 dollara af NFL deildinni fyrir að þykjast girða niðrum sig buxurnar og sýna á sér óæðri endann í átt að aðdáendum Green Bay Packers er hann fagnaði snertimarki sínu í leik liðana um síðustu helgi. Deildin sektaði hann fyrir óíþróttamannslega framkomu en Vikings sigruðu leikinn 31-17. Moss hefur ekki áður verið sektaður fyrir svona athæfi, en hann þurfti þó að reyða fram 25,000 dollurum árið 1999 er hann sprautaði úr vatnsbrúsa á dómara.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×