Sport

Montoya varar Raikkonen við

Ökumaðurinn Juan Pablo Montoya í Formúlu 1 kappakstrinum, hefur lofað félaga sínum hjá McLaren, Kimi Raikkonen, að hann muni veita honum harða keppni í vetur. "Það var mjög erfitt að eiga við Kimi þegar við vorum hvor í sínu liðinu. Núna erum við á sama báti en munum samt heyja harða baráttu hvor við annan," sagði Montoya. "Þegar ég var í sama liði og Ralf Schumacher þá héldu allir að hann væri aðalmaður liðsins. Hann fékk himinháar fjárhæðir og eftir það var ég miklu betri en hann," sagði hinn kólumbíski Montoya, kokhraustur að vanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×