Sport

Jones á lyfjum í Sidney

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones var á lyfjum þegar hún vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum. Þetta staðhæfir yfirmaður lyfjafyrirtækisins BALCO, Victor Conde, í blaði sem sjónvarpsstöðin ABC gefur út. Hann segist hafa séð Marion Jones sprauta sig í annan fótinn með hormónalyfjum. Victor þessi Conde útvegaði Jones lyfin en hann sætir ákæru fyrir brot á bandarísku lyfjalöggjöfinni. Marion Jones hefur margoft lýst yfir sakleysi sínu. Conde á að hafa útvegað alls 27 íþróttamönnum lyf sem eru á bannlista íþróttamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×