Sport

Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu

Spánverjinn Miguel Angel Jiminez sigraði á Hong Kong mótinu í golfi í morgun. Hann fór síðasta hringinn á fjórum höggum undir pari. Samtals lék hann á 266 höggum eða 14 undir pari. Spánverjinn háði harða keppni við Írann Padraig Harrington og Suður-Afríkumanninn James Kingston sem urðu jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Angel Jiminez. Þetta var fimmti sigur Spánverjans í Evrópsku mótaröðinni á þessu ári. Ástralinn Peter Lonard sigraði á Opna ástralska mótinu sem lauk í Melbourne í morgun. Lonard lék síðasta hringinn á sjö höggum undir pari og varð tveimur höggum á undan James Nitties og þremur á undan Bandaríkjamanninum Bob Estes sem varð þriðji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×