Sport

AC Milan nálgaðist Juventus

AC Milan minnkaði forystu Juventus í eitt stig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Parma 2-1 í gærkvöldi. Alberto Gilardino skoraði fyrir Parma á 67. mínútu en Mílanómenn skoruðu tvívegis á síðustu átta mínútum leiksins, fyrst Brasilíumaðurinn Kaka og svo Andrea Pirlo sigurmarkið á næstsíðustu mínútunni. Inter Milan vann nú loks eftir sjö jafntefli í röð. Inter burstaði Messina 5-0. Brasilíumaðurinn Adriano skoraði þrennu en hann er núna markahæstur í deildinni með 13 mörk, tveimur meira en Vincenzo Montella hjá Roma. Juventus er með 32 stig í deildinni, AC Milan 31 og Udinese 22 í þriðja sæti. Juventus getur aukið forystuna með sigri á Lazio í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 14.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×