Fordómar á íslenskri grundu 3. desember 2004 00:01 "Það er ekki nokkur spurning um að kynþáttafordómar fyrirfinnast í fótboltanum hér á landi og engin þörf á að fara til Englands eða Spánar til að upplifa slíkt," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur um skeið unnið að gerð kvikmyndar um fótboltafélagið Afríka United sem spilar hérlendis í þriðju deildinni og hefur persónulega orðið vitni að fordómum í garð þeirra erlendu leikmanna sem þar spila. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um meinta kynþáttafordóma og jafnvel kynþáttahatur í fótboltaheiminum í Evrópu. Hafa Spánverjar verið teknir sérstaklega fyrir vegna þessa en einnig er verið að skera upp herör gegn slíkum fordómum í Hollandi og í Englandi. Hvað þetta varðar er óþarfi að hlaupa langt yfir lækinn því kynþáttafordómar þekkjast hérlendis og ekki síst gagnvart eina liðinu á Íslandi sem nánast alla tíð hefur verið skipað erlendum leikmönnum og mörgum hverjum frá Afríku. Afríka United var upphaflega stofnað fyrir um tíu árum síðan af nokkrum erlendum strákum sem hér bjuggu og störfuðu og höfðu gaman af því að spila fótbolta. Var í upphafi fyrst og fremst um að ræða leikmenn frá hinum og þessum þjóðum frá Afríku en er nú til dags blanda af leikmönnum hvaðanæva að. Íslendingar leika og einnig með liðinu í stöku leikjum og spilaði Ólafur sjálfur um tíð nokkra leiki. Þar upplifði hann hluti sem hann segir ekki prenthæfa. "Ég veit fyrir víst að hvað fordóma varðar þá var ástandið mun verra þegar félagið lék í utandeildinni fyrstu árin. Þá var ekki óalgengt að heyra andstæðinga í hita leiksins hrópa fúkyrði sem verða ekki endurtekin hér en þetta var mest áberandi í þau skipti sem áhorfendur létu sjá sig á leikjum liðsins. Þá fyrst féllust mér allar hendur þegar menn létu allt flakka og skipti þá engu hvort notað var orðið negri eða eitthvað þaðan af verra." Ragnar Santos, sem einnig hefur leikið um langa hríð fyrir lið Afríku, tekur undir með Ólafi og segir engan vafa í sínum huga að fordómar gagnvart fólki af öðrum litarhætti sé víða að finna hérlendis. "Ég man í svipinn ekki eftir einstökum dæmum en það var á tímabili áberandi hvað fór mönnum á milli þegar leikir fóru fram. Það má kannski segja að ýmislegt sé látið flakka þegar hart er barist á vellinum en ég fékk á tilfinninguna að margir væru að meina það sem þeir sögðu og var miður fallegt." albert@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
"Það er ekki nokkur spurning um að kynþáttafordómar fyrirfinnast í fótboltanum hér á landi og engin þörf á að fara til Englands eða Spánar til að upplifa slíkt," segir Ólafur Jóhannesson, kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur um skeið unnið að gerð kvikmyndar um fótboltafélagið Afríka United sem spilar hérlendis í þriðju deildinni og hefur persónulega orðið vitni að fordómum í garð þeirra erlendu leikmanna sem þar spila. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um meinta kynþáttafordóma og jafnvel kynþáttahatur í fótboltaheiminum í Evrópu. Hafa Spánverjar verið teknir sérstaklega fyrir vegna þessa en einnig er verið að skera upp herör gegn slíkum fordómum í Hollandi og í Englandi. Hvað þetta varðar er óþarfi að hlaupa langt yfir lækinn því kynþáttafordómar þekkjast hérlendis og ekki síst gagnvart eina liðinu á Íslandi sem nánast alla tíð hefur verið skipað erlendum leikmönnum og mörgum hverjum frá Afríku. Afríka United var upphaflega stofnað fyrir um tíu árum síðan af nokkrum erlendum strákum sem hér bjuggu og störfuðu og höfðu gaman af því að spila fótbolta. Var í upphafi fyrst og fremst um að ræða leikmenn frá hinum og þessum þjóðum frá Afríku en er nú til dags blanda af leikmönnum hvaðanæva að. Íslendingar leika og einnig með liðinu í stöku leikjum og spilaði Ólafur sjálfur um tíð nokkra leiki. Þar upplifði hann hluti sem hann segir ekki prenthæfa. "Ég veit fyrir víst að hvað fordóma varðar þá var ástandið mun verra þegar félagið lék í utandeildinni fyrstu árin. Þá var ekki óalgengt að heyra andstæðinga í hita leiksins hrópa fúkyrði sem verða ekki endurtekin hér en þetta var mest áberandi í þau skipti sem áhorfendur létu sjá sig á leikjum liðsins. Þá fyrst féllust mér allar hendur þegar menn létu allt flakka og skipti þá engu hvort notað var orðið negri eða eitthvað þaðan af verra." Ragnar Santos, sem einnig hefur leikið um langa hríð fyrir lið Afríku, tekur undir með Ólafi og segir engan vafa í sínum huga að fordómar gagnvart fólki af öðrum litarhætti sé víða að finna hérlendis. "Ég man í svipinn ekki eftir einstökum dæmum en það var á tímabili áberandi hvað fór mönnum á milli þegar leikir fóru fram. Það má kannski segja að ýmislegt sé látið flakka þegar hart er barist á vellinum en ég fékk á tilfinninguna að margir væru að meina það sem þeir sögðu og var miður fallegt." albert@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira