Sport

Allt í strand hjá Villa

Samingaviðræður forsvarsmanna Aston Villa og framkvæmdastjórans David O Leary hafa siglt í strand eftir tveggja mánaða viðræður og er Leary nú reiðubúinn að leggja nýjan samning til hliðar fram á sumarið ef ekki tekst að klára málið í vikunni. Hefur hann sannað sig sem hæfur þjálfari og stendur lið Villa mun betur að vígi nú en mörg undanfarin ár í ensku úrvalsdeildinni en það virðist ekki nægja til að ná samkomulagi. Núverandi samningur Leary´s gildir næstu átján mánuði svo enn er tími til stefnu en þetta þykir undirstrika metnaðarleysi Doug Ellis, stjórnarformanns liðsins, að loks þegar hæfur maður finnst í brúnni þá er ekki hlaupið til og gerður langtímasamningur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×